Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00
Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00