Skuldir borgarinnar 360 prósent af árstekjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Skuldir Reykjavíkurborgar nema 360 prósentum af árstekjum borgarinnar. Ef hugmyndir að nýjum sveitarstjórnarlögum verða að veruleika mega sveitarfélög ekki skuldsetja sig meira en sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Engar takmarkanir eru í gildandi lögum um skuldsetningu sveitarfélaga og sum þeirra fóru of geyst í góðærinu, eins og t.d sveitarfélagið Álftanes, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir Álftanesi og er það aðeins í annað sinn í sögunni sem slíkt gerist. Eins og komið hefur fram er verið að skoða breytingar á lögum um sveitarfélög sem ganga út á að sveitarfélög megi ekki skuldsetja sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra, er þá miðað við bæði A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. Í B-hluta eru dótturfélög sveitarfélaga, eins og Orkuveita Reykjavíkur í tilviki Reykjavíkurborgar. Í A-hlutanum er rekstur sem að mestu er fjármagnaður með skattfé. Ef þessar hugmyndir um breytingar í sveitarstjórnarlögum verða að veruleika munu þær hafa mjög mikil áhrif á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið í frétt) á grundvelli upplýsinga úr fjárhagsáætlun borgarinnar, þá eru skuldir samstæðunnar í Reykjavíkurborg alls 326 milljarðar króna, þ.e samtals bæði A-hluta og B-hluta. Samkvæmt áætlun ársins 2010 verða heildartekjur tæplega 90 milljarðar króna. Eins og sést hér er hlutfall skulda af árstekjum þrjú hundruð og sextíu prósent. Það þarf því ansi mikið að breytast í rekstri borgarinnar ef markmiðum um 150 prósent á að nást, en forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sagt nokkurra ára aðlögunartíma æskilegan ef hugmyndirnar verða að veruleika. Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funduðu í dag með Birgi Birni Sigurjónssyni, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og embættismönnum borgarinnar vegna hugmynda um að draga úr skuldsetningu sveitarfélaga. Birgir Björn sagði í samtali við fréttastofu að það væri í verkahring stjórnmálamanna að leggja línurnar og skýra stefnumótun en sagði samt að það væri ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélög reyndu að sjá til þess að fyrirfram skilgreindu hlutfalli yrði náð, þ.e að skuldbindingar vegna A- og B-hluta rekstrar væru ekki hærri en 150 prósent af árstekjum.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00 Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. 18. ágúst 2010 12:00
Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 18. ágúst 2010 06:00