Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi 2. desember 2010 05:00 flaggskip AMP Bílarnir sem NLE flytur inn eru af gerðinni Chevrolet Equinox frá General Motors og er breytt í rafbíl af AMP.mynd/Nle Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira
Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefnið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfisráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heimsvísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa einstakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfélagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar.- shá
Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira