Hrunskýrslu aftur seinkað 25. janúar 2010 11:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent