Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2010 18:40 Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent. Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira