Magma opið fyrir því að selja erlendum fjárfesti hlut í HS Orku Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júlí 2010 18:40 Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent. Skroll-Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Magma upplýsti kanadísku kauphöllina um vilja til að selja hlut í HS Orku til annarra erlendra fjárfesta. Fyrirtækið bauð lífeyrissjóðunum fyrir aðeins mánuði að kaupa fjórðungshlut í HS Orku, en ríkissjóður hafði hvatt til þess á fyrri stigum. Þetta var eftir að skrifað hafði verið undir kaup á meirihluta í HS Orku. Í raun og veru hefur ríkisstjórnin engin úrræði í gildandi lögum til að koma í veg fyrir að Magma eignist 98,5 prósenta hlut í HS Orku, en skrifað var undir kaup á 53 prósenta hlut í fyrirtækinu í maí og á Geysir Green að afhenda eignarhlutinn á laugardaginn næstkomandi og þar með verða kaupin frágengin. Nefndin sem ríkisstjórnin kynnti í gær hefur ekki vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir og er aðeins ráðgefandi. En var þá blaðamannafundurinn í gær þá aðeins ábreiða yfir pólitískan ágreining? Ríkisstjórnin lítur ekki svo á og er ákveðin í að „vinda ofan af" kaupunum eins og fjármálaráðherra hefur orðað það og hefur hvatt til þess að lífeyrissjóðirnir fjárfesti í HS Orku. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lífeyrissjóðunum aftur boðið að skoða fjárfestingu í HS Orku fyrr í þessum mánuði og var þeim boðinn fjórðungshlutur, 25 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu fundaði Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, með fulltrúum stærstu lífeyrissjóðanna hér á landi í kjölfarið en ekkert varð af kaupunum. Hefði þetta orðið niðurstaðan hefði lífeyrissjóðirnir keypt hlutinn af Magma. Fjármálaráðherra sagðist í Kastljósi Rúv í gær vonast til þess að lífeyrissjóðirnir kæmu að þessari fjárfestinu, með það fyrir augum að ná því markmiði ríkisstjórnarinnar að fyrirtækið verði í eigu íslenskra aðila. Finnbogi Jónsson, forstjóri Framtakssjóðs Íslands, segir að ekki hafi verið óskað eftir beinni aðkomu sjóðsins sjálfs síðan í mars síðastliðnum en hann segir sjóðinn ekki hafa áhuga á fjárfestingunni. Fjármálaráðherra ræddi síðast í gær um hugsanlega aðkomu Framtakssjóðsins að fjárfestingu í HS Orku, er sjóðurinn opinn fyrir slíku? „Við skoðuðum þetta í vetur og niðurstaðan var þá að fjárfesta ekki," segir Finnbogi. Hvers vegna ekki? „Okkur fannst bara þær verðhugmyndir sem voru í gangi of háar." Eruð þið tilbúnir að endurskoða þá afstöðu? „Ég get nú ekki séð að það séu neinar forsendur til þess." Fram kom í tilkynningu Magma Energy til kanadísku kauphallarinnar í maí síðastliðnum að Magma hefði áhuga á því að fá fjárfesta á Íslandi eða erlendis, „off shore investors" eins og það var orðað, til að kaupa minnihluta í HS Orku. Ætlaði fyrirtækið að losa fé með þessum hætti til að greiða fyrir 53 prósenta hlutinn sem keyptur var af Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri ekki í mótsögn við yfirlýsingar Ross Beatys um langtímafjárfestingu í HS Orku, því aðeins væri um lítinn hluta að ræða ef íslenskir fjárfestar hefðu ekki áhuga. Magma væri almennt hlynnt því að fá íslenska fjárfesta til liðs við sig en það væri þó félaginu ekki nauðsynlegt. Í þessu samhengi má benda á að Ross Beaty bauð tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur að kaupa allt að 25 prósenta hlut í fyrirtækinu og var full alvara að baki því tilboði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, en Björk hafnaði því pent.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira