Fótbolti

Dossena: Ástríðan meiri í Napólí en í Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Dossena í leik með ítalska landsliðinu.
Andrea Dossena í leik með ítalska landsliðinu. Mynd/AFP
Andrea Dossena heldur því fram að það sé meiri ástríða fyrir fótbolta hjá nýja félagi sínu Napólí en var hjá Liverpool þar sem hann lék áður. Dossena en nýhættur hjá Liverpool þar sem hann eyddi tveimur vonbrigðarárum á Anfield.

„Það er ekki hægt að bera neitt saman við Napólí. Það er einstök ástríða til fótboltans hér. Ég gat ekki trúað hversu mikla hlýju og velvild ég fann á fyrstu dögum mínum hér. Stuðningsmennirnir elska Napólí og ekkert annað," sagði Andrea Dossena sem skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið þegar hann kom þangað fyrr í vetur.

„Þú finnur stuðningsmennina anda niður í hálsmálið á þér. Það hvetur mann áfram og gerir San Paolo völlinn jafnframt að einum erfiðasta útivelli í deildinni," segir Dossena.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×