NBA í nótt: Clippers vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:00 Baron Davis í baráttunni í nótt. Mynd/AP Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst. NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst.
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti