Viðskipti erlent

Viðskiptavinir flýja frá Eik Banki í hrönnum

Viðskiptavinir Eik Banki í Færeyjum og Danmörku flýja nú bankan í hrönnum. Á síðustu dögum hefur um einn milljarður danskra króna, eða um 20 milljarðar króna streymt út af innlánsreikningum bankans.

Þetta gerist þótt yfirvöld í Færeyjum og Danmörku hafi margsinnis ítrekað að innistæðurnar séu tryggar.

Jan Bartholdy prófessor í fjármálafræðum við Viðskiptaháskólann í Árósum segir að flótti viðskiptavinanna stafi sennilega af því að þeir sjái enga framtíð í því að geyma sparifé sitt í bankanum þar sem bankinn sjálfur eigi sér ekki neina framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×