Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2010 13:35 Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni. Skroll-Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni.
Skroll-Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira