fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní 17. júní 2010 05:30 Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira