Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Boði Logason skrifar 5. september 2010 08:08 Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. Mikið hefur verið fjallað um morðið á Hannesi Þór Helgasyni í fjölmiðlum síðustu þrjár vikur, eða frá því að hann fannst látinn á heimili sínu. Æskuvinur kærustu Hannesar hefur nú játað á sig verknaðinn. Hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu nokkrum dögum eftir að Hannes fannst látinn en var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hann gekk því laus í tæplega tíu daga, áður en hann var handtekinn aftur og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Farið verður yfir framvindu mála frá því að Hannes finnst myrtur á heimili sínu fram að blaðamannafundi þar sem lögreglan tilkynnti að morðinginn hefði játað á sig verknaðinn. 15. ágúst - Sunnudagur Nágrannar vita ekkert Sunnudaginn 15. ágúst fannst karlmaður fæddur árið 1973 látinn á heimili sínu. Ljóst var að honum hafði verið ráðinn bani með hvössu eggvopni. Enginn var handtekinn strax vegna morðsins en morðingjans ákaft leitað. Lögreglumenn klæddir hvítum samfestingum fínkembdu hús hins látna og lóðina í kring allan daginn. Rætt var við nágranna en þeir gátu litlar sem engar upplýsingar gefið um hugsanlegar mannaferðir í götunni nóttina áður. Heimili Hannesar við Háaberg í Hafnarfirði 16. ágúst - Mánudagur Kærastan kom að honum látnum Lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu stuttu eftir miðnætti, kvöldið áður. Þar kom fram að fjölmargir hefðu verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefði verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Ekkert lá ljóst fyrir um málsatvik. Nafn mannsins sem fannst myrtur var birt í fjölmiðlum. Hann hét Hannes Þór Helgason og var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Hann var 37 ára gamall og bjó einn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Hannes hafði verið stunginn oftar en einu sinni þegar hann lá sofandi í rúmi sínu. Þar kom einnig fram að kærasta Hannesar hefði komið að honum látnum. Ljóst þótti að ekki hafði verið brotist inn til Hannesar þar sem hurðinni hafði ekki verið sparkað upp og engar rúður brotnar á henni. Vísir sagði frá því að Hannes hefði ekið kærustu sinni til Reykjavíkur kvöldið áður. Lögregla bað alla þá sem upplýsingar gætu gefið í tengslum við rannsóknina að hafa samband. 17. ágúst - Þriðjudagur Gunnar Rúnar handtekinn og síðan sleppt Gunnar Rúnar Sigurþórsson var handtekinn kvöldið áður og ákveðið að halda honum yfir nóttina eftir yfirheyrslur. Ákvörðun um hvort að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum átti að taka síðar um daginn. Í Fréttablaðinu kom fram að nokkurt rót hafði verið í svefnherberginu, þar sem verknaðurinn var framinn, sem benti til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafði komið. Vísir greindi frá því að Gunnar Rúnar væri æskuvinur kærustu Hannesar. Í tilkynningu frá lögreglu seinni partinn kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari. Lögmaður Gunnars fordæmdi vinnubrögð nokkurra fjölmiðla sem höfðu birt myndir af honum og birt nafnið hans. Lögmaðurinn sagði að maður væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. Af sex stærstu vef-fréttamiðlum landsins birtu þrír þeirra nafn og mynd af Gunnari. Það gerðu Vísir.is, mbl.is og RUV.is ekki. Á fjórða tug lögreglumanna unnu að rannsókn málsins á þessum tíma og var tæknirannsókn á vettvangi langt komin og eins hafði annarra gagna verið aflað. Morðvopnið var ófundið. Lögreglan gaf ekkert upp um hvort rannsóknin næði út fyrir landssteinana. Fjölmargar ábendingar höfðu borist frá almenningi, sagði lögreglan. Gunnari Rúnari var fyrst haldið yfir aðfaranótt 17. ágúst. Honum var síðan sleppt. 18. ágúst - Miðvikudagur „Ég sakna gríðarlega góðs vinar" Fjölmargir höfðu verið yfirheyrðir frá því á sunnudag. Flestir komu sjálfir til yfirheyrslu, hins vegar hafði þurft að handtaka nokkra til þess að hægt væri að yfirheyra þá. Óðinn Rafnsson, æskuvinur Hannesar Þórs sagði í samtali við DV að hann saknaði gríðarlega góðs vinar. „Hannes var traustasti vinur sem nokkurn tímann er hægt að hugsa sér. Í mínum huga var hann einstaklingur sem hefði ekki átt svona lagað skilið. Ég sakna gríðarlega góðs vinar," sagði Óðinn. Síðdegis var maður handtekinn í tengslum við rannsóknina og hann yfirheyrður. Að loknum yfirheyrslum var ákveðið að láta hann ekki lausan vegna gruns um aðild hans að andlátinu. Daginn eftir átti að ákveða hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum. Systur Hannesar komu fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar biðluðu þær til þjóðarinnar um hjálp. Þær þökkuðu einnig samhug sem þeim hafði verið sýndur. 19. ágúst - Fimmtudagur Systur Hannesar biðla til þjóðarinnar Snemma morguns lá ekki ljóst fyrir hvort að krafist yrði gæsluvarhalds yfir manninum. Fréttablaðið greindi frá því að maðurinn væri af erlendu bergi brotinn. Um ellefu leytið kom fram í tilkynningu frá lögreglu að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir manninum og var hann því látinn laus. „Allt kapp er lagt á að upplýsa málið og handsama þann sem banaði Hannesi. Rannsókn lögreglu heldur áfram m.a. með yfirheyrslum yfir öllum þeim sem tengjast málinu með einum eða öðrum hætti," sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar í tilkynningu. Erlendur réttarmeinafræðingur rannsakaði líkið af Hannesi Þór. Vinnu lögreglunnar á vettvangi var að mestu lokið og voru lífsýni af vettvangi send á rannsóknarstofu í Svíþjóð. Lögreglan hvatti alla þá sem töldu sig búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband. Systur Hannesar komu fram í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið þar sem þær biðluðu til allra þeirra sem einhverjar upplýsingar gætu veitt um andlátið að hafa samband við lögreglu. Þær þökkuðu þann samhug sem fjölskyldan hafði fundið fyrir í kjölfar þessa hræðilega atburðar. 20. ágúst - Föstudagur „Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist" Lögreglan boðaði til blaðamannafundar klukkan 14:00. Þar kom fram að Hannes var með áverka á höndum sem bentu til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Stungusár á líkama hans drógu hann til dauða sagði lögreglan og var hann sofandi þegar atlagan var gerð. Á fundinum kom fram að það hafi ekki verið tilviljun að farið hafði verið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Þar kom fram að morðvopnið væri talið vera oddhvassur hnífur með tveggja sentímetra blaðbreidd og ekki minni en 15 til 20 sentímetrar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var sagt að rannsóknin á láti Hannesar teygði anga sína til Litháens. Hannes kom frá Litháen á föstudeginum, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn. Ekkert óeðililegt mun hafa komið upp á meðan dvöl hans þar stóð. Lögreglan sagði á fundinum að engin hætta stafaði af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt væri að fullyrða um það. Gunnar Rúnar var þá frjáls ferða sinna. Búist var við lífsýnum frá Svíþjóð innan tveggja til þriggja vikna. „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," sagði kærasta Hannesar Þórs í samtali við Fréttablaðið. Við heimili Hannesar. Fjölmargir lögðu blóm og kveiktu á kertum við hús hans nokkrum dögum eftir atburðinn. 21. ágúst - Laugardagur Tilviljun að Hannes var einn heima Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að tilviljun ein virðist hafa ráðið því að yngsta systir Hannesar var ekki á heimilinu umrædda nótt en hún hafði búið hjá honum undanfarið ásamt unnusta sínum. Umrædda nótt gistu þau hinsvegar á heimili elstu systurinnar sem fór út úr bænum, og gættu barns hennar. Faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson velti fyrir sér í samtali við DV hvað sé að þjóð sem sífellt sé að spara þegar kemur að lögreglunni. „Ég næ því ekki og við verðum að auka stuðninginn við lögregluna. Ég treysti lögreglunni til góðra verka, þar eru góðir menn, en það er engin spurning að svona fólki verður að ná," segir Helgi. Lítið var að frétta af rannsókninni og var enginn í haldi lögreglu. Lögregla hvatti þá sem einhverjar upplýsingar kynnu að hafa um málið að hafa samband. 22. ágúst - Sunnudagur Engar nýjar fréttir af rannsóknni. Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Lækinn í Hafnarfirði og fleyttu kertum til minningar um Hannes Þór. 23. ágúst - Mánudagur Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Lækinn í Hafnarfirði um kvöldið til að minnast Hannesar. Kertum var fleytt á Lækinn og Flensborgarkórinn söng . Fjölskylda Hannesar var meðal viðstaddra og einkenndi mikill samhugur og samkennd kvöldið. Engar nýjar upplýsingar voru um rannsóknina.24. ágúst - Þriðjudagur Fréttablaðið greindi frá því að íslenski karlmaðurinn, sem var í haldi lögreglunnar í Litháen eftir að hafa verið tekinn með eitt kíló af fíkniefnum, hafi unnið á KFC-kjúklingastað í Vilníus. Síðar um daginn kom í ljós að hann vann ekki á staðnum en lögreglan rannsakaði þó hvort að tengsl væru á milli mannsins og morðsins á Hannesi Þór, þar sem kunningsskapur var með þeim. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknardeildar, sagði í Fréttablaðinu þennan dag að talsvert hafa borist af upplýsingum og ábendingum frá almenningi. Hann sagði að á fjórða tug manna hafi unnið nýliðna helgi en þó sé enginn í haldi grunaður um verknaðinn. 25. ágúst - Miðvikudagur Tíu dagar voru liðnir frá því að Hannes fannst myrtur á heimili sínu. Ekki hafði verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum en þó var búið að yfirheyra fjölmarga. Útför Hannesar Þórs 26. ágúst - Fimmtudagur „Við þörfnumst þess að þetta mál sé upplýst" Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var í haldi lögreglu yfir nóttina. Hann hafði ekki verið yfirheyrður áður í tengslum við morðið. Hann var þriðji maðurinn sem ákveðið var að halda yfir nótt eftir yfirheyrslur. Honum var sleppt síðar um daginn. Útför Hannesar fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þennan dag. Séra Gunnar Rúnar Matthíasson jarðsöng Hannes Þór og hóf hann ræðu sína á þeim orðum að hér ætti ekkert okkar að vera. „...ekki aðeins vegna þess að þetta er á skjön við eðlilegan gang lífsins að grafsetja 37 ára gamlan mann, heldu líka vegna þess hve þungt þetta hvílir á samfélagi okkar. Hannes var myrtur á grófan og ruddalegan hátt," sagði Séra Gunnar. Ekki var búið að finna morðingja Hannesar og kom Séra Gunnar inn á það í minningarorðunum. „Við þörfnumst þess að þetta mál sé upplýst. Við verðum að velta hverjum steini við í huga okkar aftur og aftur og finna eitthvað sem kannski gæti vísað veginn." 27. ágúst - Föstudagur Gunnar Rúnar handtekinn - aftur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var aftur handtekinn og krafist var fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ný gögn í málinu gerðu það að verkum að rökstuddur grunur var talinn vera fyrir hendi um að hann ætti aðild að andláti Hannesar. Ítarleg húsleit var gerð á heimili hans og hald lagt á muni sem þar var að finna og tengdust hugsanlega rannsókninni. Þegar hann var leiddur fyrir dómara sagði hann ekki orð og voru systur og frændi Hannesar viðstödd þegar hann var leiddur fyrir dómara í héraðsdómi í handjárnum.Gunnar Rúnar neitaði sök og áfrýjaði gæsluvarðhaldinu til Hæstaréttar. 28. ágúst - Laugardagur Gunnar Rúnar var fluttur á Litla-Hraun þar sem hann var hafður í einangrun. Það var gert vegna rannsóknarhagsmuna. 29. ágúst - Sunnudagur Engar nýjar fréttir af málinu. 30. ágúst - Mánudagur Skófar Gunnars passar við blóðugt skófar á vettvangi Morgunblaðið greindi frá því að blóð hefði fundist á skóm í eigu Gunnars Rúnars. Sagt var að lögreglan hafi lagt hald á skó Gunnars Rúnars í fyrra skiptið sem hann var handtekinn og þá mátti sjá að reynt hafði verið að þrífa blóð af skónum. Enn var beðið eftir lífsýnum frá Svíþjóð og enn átti eftir að greina blóðið á skónum. Þá passaði skófarið við blóðugt skófar sem fannst á heimili Hannesar eftir ódæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Gunnar Rúnar hafði verið með kærustu Hannesar nóttina örlagaríku. Þar var sagt að Hannes hefði sótt kærustu sína í gleðskap á Suðurnesjum og keyrt hana í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Að því loknu hafði hann farið heim til sín í Háabergið og farið að sofa. Gunnar hafði því sótt kærustu Hannesar á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur síðar um nóttina og keyrt hana í Hafnarfjörð. Hún mun hafa gist á heimili Gunnars um nóttina en hann keyrt hana síðan að heimili Hannesar í hádeginu daginn eftir, þar sem hún kom að Hannesi látnum. Gunnar hafði ekkert verið yfirheyrður frá því hann var handtekinn á föstudeginum en setið í einangrunarklefa á Litla-Hrauni síðan. 31. ágúst - Þriðjudagur Síðasta myndin af Hannesi Hæstiréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari. En hann hafði eins og áður segir, áfrýjað úrskurði héraðsdóms. Búist var við því að hann yrði yfirheyrður í vikunni. Fréttavefurinn Víkurfréttir birtir mynd af Hannesi kvöldið áður en hann var myrtur. Þar er hann ásamt kærustu sinni í Vogum á fjölskyldudegi. Þar segir að lögreglan hafi fengið afrit af ljósmyndum Víkurfrétta frá fjölskyldudeginum í Vogum strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar. „Með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum," eins og segir á vf.is. 1. september - Miðvikudagur Engar nýjar fréttir af málinu 2. september - Fimmtudagur Fundu hníf í garðinum Fjölskylda í Setberginu fann hníf í bakgarðinum sínum kvöldið áður og kom honum í hendur lögreglu. Vísir hafði heimildir fyrir því að íbúinn hafi fundið hnífinn og spurðist fyrir hjá nágrönnum hvort þeir könnuðust við hann. Það gerði enginn og var því ákveðið að kalla til lögreglu í ljósi þess að Hannes hafði verið myrtur skammt frá tveimur vikum fyrr. Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar sagði það ólíklegt að hnífurinn tengdist málinu en þó væri of snemmt til að segja til um það. Síðar um daginn kom í ljós að hnífurinn tengdist andláti Hannesar ekki. 3. september - Föstudagur Lífsýnin tengjast Gunnari Rúnari ekki Bráðabirgðaniðurstöður úr DNA rannsókn á morðinu komu til landsins frá Svíþjóð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að niðurstöður úr DNA rannsókninni skiptu ekki sköpum í rannsókninni á morðinu. Lífsýnin tengdust Gunnari Rúnari ekki. Skýrslutökur og yfirheyrslur voru í fullum gangi en ekki var gefið upp hvað kom fram í þeim. 4. september - Laugardagur Gunnar Rúnar játar á sig verknaðinn Lögregla boðar til blaðamannafundar klukkan hálf sex. Þar kom fram að Gunnar Rúnar hafi játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. Talið er víst að Gunnar hafi verið einn að verki og málið teljist upplýst. Kafarar leita að morðvopninu í smábátahöfninni í Hafnarfirði en Gunnar Rúnar mun hafa sagt lögreglunni að hann hafi kastað því í sjóinn og þá voru fjörur einnig gengnar í Hafnarfirði. Farið verður fram á geðheilbrigðisrannsókn á Gunnari Rúnari og lögregla gat ekki upplýst hver ástæða morðsins var. Farið hafði verið yfir málið með ríkissaksóknara, sem hafi ákæruvald í alvarlegum málum. Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum úr lífsýnum á vettvangi. Ljóst þykir að morðið hafi verið framið einhvern tíman á bilinu milli 5 og 10 aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. Á fundinum kom fram að von væri á því að ákæra yrði gefin út á næstu vikum. Gunnar naut mikilla vinsælda á Youtube síðunni á síðasta ári þar sem hann játaði ást sín á unnustu Hannesar. Sú ást var ekki endurgoldin. Gunnar Rúnar og kærasta Hannesar Gunnar Rúnar Sigurþórsson er 23 ára gamall Hafnfirðingur. Hann komst í fjölmiðla á síðasta ári fyrir einlæga ástarjátningu sína þegar hann birti myndband á Youtube. Þar ávarpaði hann kærustu Hannesar sem er á sama aldri og Gunnar og var með honum í grunnskóla. Þar lýsti hann því yfir að hann elskaði hana og bað hana um að endurgjalda ást sína. Það gerði hún hinsvegar ekki. „Ég verð svo ótrúlega glaður bara að vera nálægt henni, það þarf ekki meira. Þetta er ætlað þér því ég held að ég sé orðinn ástfanginn af þér," sagði hann í myndbandinu. Gunnar fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Almenningur lýsti yfir stuðningi við hann á Youtube og óskaði honum alls hins besta í að næla í stúlkuna. Stuttu síðar birti Gunnar Rúnar annað myndskeið þar sem hann segir að kærasta Hannesar hafi sagt „pass." „Ég hef reynt að tala við hana síðustu vikurnar, síðan ég gaf út myndbandið. Ég hef ekki getað fengið hana til skipta um skoðun þannig að... því miður þá er þetta búið," sagði Gunnar í myndbandinu. Í janúar á þessu ári gaf Gunnar út annað myndband sem bar yfirskriftina „Nýtt upphaf." Þar segist hann ætla að reyna að byrja upp á nýtt með því að fara gefa út myndbönd einu sinni viku um áhugverða hluti. Hann segist ætla að stofna hóp eða samfélag fyrir fólk í afneitun sem hefur áhuga á svipuðum hlutum og hann. Á Fésbókarsíðu Gunnars, sem er opin almenningi, segist hann þarfnast meiri svefns. Þessi færsla hans kemur tveimur dögum áður en hann varð Hannesi að bana. Á síðunni segist hann einnig vera kominn með græna beltið í ninjitsu, sem er japönsk bardagaíþrótt. Fréttir ársins 2010 Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. Mikið hefur verið fjallað um morðið á Hannesi Þór Helgasyni í fjölmiðlum síðustu þrjár vikur, eða frá því að hann fannst látinn á heimili sínu. Æskuvinur kærustu Hannesar hefur nú játað á sig verknaðinn. Hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu nokkrum dögum eftir að Hannes fannst látinn en var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hann gekk því laus í tæplega tíu daga, áður en hann var handtekinn aftur og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Farið verður yfir framvindu mála frá því að Hannes finnst myrtur á heimili sínu fram að blaðamannafundi þar sem lögreglan tilkynnti að morðinginn hefði játað á sig verknaðinn. 15. ágúst - Sunnudagur Nágrannar vita ekkert Sunnudaginn 15. ágúst fannst karlmaður fæddur árið 1973 látinn á heimili sínu. Ljóst var að honum hafði verið ráðinn bani með hvössu eggvopni. Enginn var handtekinn strax vegna morðsins en morðingjans ákaft leitað. Lögreglumenn klæddir hvítum samfestingum fínkembdu hús hins látna og lóðina í kring allan daginn. Rætt var við nágranna en þeir gátu litlar sem engar upplýsingar gefið um hugsanlegar mannaferðir í götunni nóttina áður. Heimili Hannesar við Háaberg í Hafnarfirði 16. ágúst - Mánudagur Kærastan kom að honum látnum Lögreglan sendi frá sér fréttatilkynningu stuttu eftir miðnætti, kvöldið áður. Þar kom fram að fjölmargir hefðu verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefði verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Ekkert lá ljóst fyrir um málsatvik. Nafn mannsins sem fannst myrtur var birt í fjölmiðlum. Hann hét Hannes Þór Helgason og var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Hann var 37 ára gamall og bjó einn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Hannes hafði verið stunginn oftar en einu sinni þegar hann lá sofandi í rúmi sínu. Þar kom einnig fram að kærasta Hannesar hefði komið að honum látnum. Ljóst þótti að ekki hafði verið brotist inn til Hannesar þar sem hurðinni hafði ekki verið sparkað upp og engar rúður brotnar á henni. Vísir sagði frá því að Hannes hefði ekið kærustu sinni til Reykjavíkur kvöldið áður. Lögregla bað alla þá sem upplýsingar gætu gefið í tengslum við rannsóknina að hafa samband. 17. ágúst - Þriðjudagur Gunnar Rúnar handtekinn og síðan sleppt Gunnar Rúnar Sigurþórsson var handtekinn kvöldið áður og ákveðið að halda honum yfir nóttina eftir yfirheyrslur. Ákvörðun um hvort að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum átti að taka síðar um daginn. Í Fréttablaðinu kom fram að nokkurt rót hafði verið í svefnherberginu, þar sem verknaðurinn var framinn, sem benti til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafði komið. Vísir greindi frá því að Gunnar Rúnar væri æskuvinur kærustu Hannesar. Í tilkynningu frá lögreglu seinni partinn kom fram að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari. Lögmaður Gunnars fordæmdi vinnubrögð nokkurra fjölmiðla sem höfðu birt myndir af honum og birt nafnið hans. Lögmaðurinn sagði að maður væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. Af sex stærstu vef-fréttamiðlum landsins birtu þrír þeirra nafn og mynd af Gunnari. Það gerðu Vísir.is, mbl.is og RUV.is ekki. Á fjórða tug lögreglumanna unnu að rannsókn málsins á þessum tíma og var tæknirannsókn á vettvangi langt komin og eins hafði annarra gagna verið aflað. Morðvopnið var ófundið. Lögreglan gaf ekkert upp um hvort rannsóknin næði út fyrir landssteinana. Fjölmargar ábendingar höfðu borist frá almenningi, sagði lögreglan. Gunnari Rúnari var fyrst haldið yfir aðfaranótt 17. ágúst. Honum var síðan sleppt. 18. ágúst - Miðvikudagur „Ég sakna gríðarlega góðs vinar" Fjölmargir höfðu verið yfirheyrðir frá því á sunnudag. Flestir komu sjálfir til yfirheyrslu, hins vegar hafði þurft að handtaka nokkra til þess að hægt væri að yfirheyra þá. Óðinn Rafnsson, æskuvinur Hannesar Þórs sagði í samtali við DV að hann saknaði gríðarlega góðs vinar. „Hannes var traustasti vinur sem nokkurn tímann er hægt að hugsa sér. Í mínum huga var hann einstaklingur sem hefði ekki átt svona lagað skilið. Ég sakna gríðarlega góðs vinar," sagði Óðinn. Síðdegis var maður handtekinn í tengslum við rannsóknina og hann yfirheyrður. Að loknum yfirheyrslum var ákveðið að láta hann ekki lausan vegna gruns um aðild hans að andlátinu. Daginn eftir átti að ákveða hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir honum. Systur Hannesar komu fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar biðluðu þær til þjóðarinnar um hjálp. Þær þökkuðu einnig samhug sem þeim hafði verið sýndur. 19. ágúst - Fimmtudagur Systur Hannesar biðla til þjóðarinnar Snemma morguns lá ekki ljóst fyrir hvort að krafist yrði gæsluvarhalds yfir manninum. Fréttablaðið greindi frá því að maðurinn væri af erlendu bergi brotinn. Um ellefu leytið kom fram í tilkynningu frá lögreglu að ekki yrði krafist gæsluvarðhalds yfir manninum og var hann því látinn laus. „Allt kapp er lagt á að upplýsa málið og handsama þann sem banaði Hannesi. Rannsókn lögreglu heldur áfram m.a. með yfirheyrslum yfir öllum þeim sem tengjast málinu með einum eða öðrum hætti," sagði Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar í tilkynningu. Erlendur réttarmeinafræðingur rannsakaði líkið af Hannesi Þór. Vinnu lögreglunnar á vettvangi var að mestu lokið og voru lífsýni af vettvangi send á rannsóknarstofu í Svíþjóð. Lögreglan hvatti alla þá sem töldu sig búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband. Systur Hannesar komu fram í fréttatíma Stöðvar 2 um kvöldið þar sem þær biðluðu til allra þeirra sem einhverjar upplýsingar gætu veitt um andlátið að hafa samband við lögreglu. Þær þökkuðu þann samhug sem fjölskyldan hafði fundið fyrir í kjölfar þessa hræðilega atburðar. 20. ágúst - Föstudagur „Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist" Lögreglan boðaði til blaðamannafundar klukkan 14:00. Þar kom fram að Hannes var með áverka á höndum sem bentu til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Stungusár á líkama hans drógu hann til dauða sagði lögreglan og var hann sofandi þegar atlagan var gerð. Á fundinum kom fram að það hafi ekki verið tilviljun að farið hafði verið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Þar kom fram að morðvopnið væri talið vera oddhvassur hnífur með tveggja sentímetra blaðbreidd og ekki minni en 15 til 20 sentímetrar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var sagt að rannsóknin á láti Hannesar teygði anga sína til Litháens. Hannes kom frá Litháen á föstudeginum, rúmum sólarhring áður en hann fannst látinn. Ekkert óeðililegt mun hafa komið upp á meðan dvöl hans þar stóð. Lögreglan sagði á fundinum að engin hætta stafaði af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt væri að fullyrða um það. Gunnar Rúnar var þá frjáls ferða sinna. Búist var við lífsýnum frá Svíþjóð innan tveggja til þriggja vikna. „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," sagði kærasta Hannesar Þórs í samtali við Fréttablaðið. Við heimili Hannesar. Fjölmargir lögðu blóm og kveiktu á kertum við hús hans nokkrum dögum eftir atburðinn. 21. ágúst - Laugardagur Tilviljun að Hannes var einn heima Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að tilviljun ein virðist hafa ráðið því að yngsta systir Hannesar var ekki á heimilinu umrædda nótt en hún hafði búið hjá honum undanfarið ásamt unnusta sínum. Umrædda nótt gistu þau hinsvegar á heimili elstu systurinnar sem fór út úr bænum, og gættu barns hennar. Faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson velti fyrir sér í samtali við DV hvað sé að þjóð sem sífellt sé að spara þegar kemur að lögreglunni. „Ég næ því ekki og við verðum að auka stuðninginn við lögregluna. Ég treysti lögreglunni til góðra verka, þar eru góðir menn, en það er engin spurning að svona fólki verður að ná," segir Helgi. Lítið var að frétta af rannsókninni og var enginn í haldi lögreglu. Lögregla hvatti þá sem einhverjar upplýsingar kynnu að hafa um málið að hafa samband. 22. ágúst - Sunnudagur Engar nýjar fréttir af rannsóknni. Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Lækinn í Hafnarfirði og fleyttu kertum til minningar um Hannes Þór. 23. ágúst - Mánudagur Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Lækinn í Hafnarfirði um kvöldið til að minnast Hannesar. Kertum var fleytt á Lækinn og Flensborgarkórinn söng . Fjölskylda Hannesar var meðal viðstaddra og einkenndi mikill samhugur og samkennd kvöldið. Engar nýjar upplýsingar voru um rannsóknina.24. ágúst - Þriðjudagur Fréttablaðið greindi frá því að íslenski karlmaðurinn, sem var í haldi lögreglunnar í Litháen eftir að hafa verið tekinn með eitt kíló af fíkniefnum, hafi unnið á KFC-kjúklingastað í Vilníus. Síðar um daginn kom í ljós að hann vann ekki á staðnum en lögreglan rannsakaði þó hvort að tengsl væru á milli mannsins og morðsins á Hannesi Þór, þar sem kunningsskapur var með þeim. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknardeildar, sagði í Fréttablaðinu þennan dag að talsvert hafa borist af upplýsingum og ábendingum frá almenningi. Hann sagði að á fjórða tug manna hafi unnið nýliðna helgi en þó sé enginn í haldi grunaður um verknaðinn. 25. ágúst - Miðvikudagur Tíu dagar voru liðnir frá því að Hannes fannst myrtur á heimili sínu. Ekki hafði verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum en þó var búið að yfirheyra fjölmarga. Útför Hannesar Þórs 26. ágúst - Fimmtudagur „Við þörfnumst þess að þetta mál sé upplýst" Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var í haldi lögreglu yfir nóttina. Hann hafði ekki verið yfirheyrður áður í tengslum við morðið. Hann var þriðji maðurinn sem ákveðið var að halda yfir nótt eftir yfirheyrslur. Honum var sleppt síðar um daginn. Útför Hannesar fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þennan dag. Séra Gunnar Rúnar Matthíasson jarðsöng Hannes Þór og hóf hann ræðu sína á þeim orðum að hér ætti ekkert okkar að vera. „...ekki aðeins vegna þess að þetta er á skjön við eðlilegan gang lífsins að grafsetja 37 ára gamlan mann, heldu líka vegna þess hve þungt þetta hvílir á samfélagi okkar. Hannes var myrtur á grófan og ruddalegan hátt," sagði Séra Gunnar. Ekki var búið að finna morðingja Hannesar og kom Séra Gunnar inn á það í minningarorðunum. „Við þörfnumst þess að þetta mál sé upplýst. Við verðum að velta hverjum steini við í huga okkar aftur og aftur og finna eitthvað sem kannski gæti vísað veginn." 27. ágúst - Föstudagur Gunnar Rúnar handtekinn - aftur Gunnar Rúnar Sigurþórsson var aftur handtekinn og krafist var fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ný gögn í málinu gerðu það að verkum að rökstuddur grunur var talinn vera fyrir hendi um að hann ætti aðild að andláti Hannesar. Ítarleg húsleit var gerð á heimili hans og hald lagt á muni sem þar var að finna og tengdust hugsanlega rannsókninni. Þegar hann var leiddur fyrir dómara sagði hann ekki orð og voru systur og frændi Hannesar viðstödd þegar hann var leiddur fyrir dómara í héraðsdómi í handjárnum.Gunnar Rúnar neitaði sök og áfrýjaði gæsluvarðhaldinu til Hæstaréttar. 28. ágúst - Laugardagur Gunnar Rúnar var fluttur á Litla-Hraun þar sem hann var hafður í einangrun. Það var gert vegna rannsóknarhagsmuna. 29. ágúst - Sunnudagur Engar nýjar fréttir af málinu. 30. ágúst - Mánudagur Skófar Gunnars passar við blóðugt skófar á vettvangi Morgunblaðið greindi frá því að blóð hefði fundist á skóm í eigu Gunnars Rúnars. Sagt var að lögreglan hafi lagt hald á skó Gunnars Rúnars í fyrra skiptið sem hann var handtekinn og þá mátti sjá að reynt hafði verið að þrífa blóð af skónum. Enn var beðið eftir lífsýnum frá Svíþjóð og enn átti eftir að greina blóðið á skónum. Þá passaði skófarið við blóðugt skófar sem fannst á heimili Hannesar eftir ódæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Gunnar Rúnar hafði verið með kærustu Hannesar nóttina örlagaríku. Þar var sagt að Hannes hefði sótt kærustu sína í gleðskap á Suðurnesjum og keyrt hana í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins. Að því loknu hafði hann farið heim til sín í Háabergið og farið að sofa. Gunnar hafði því sótt kærustu Hannesar á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur síðar um nóttina og keyrt hana í Hafnarfjörð. Hún mun hafa gist á heimili Gunnars um nóttina en hann keyrt hana síðan að heimili Hannesar í hádeginu daginn eftir, þar sem hún kom að Hannesi látnum. Gunnar hafði ekkert verið yfirheyrður frá því hann var handtekinn á föstudeginum en setið í einangrunarklefa á Litla-Hrauni síðan. 31. ágúst - Þriðjudagur Síðasta myndin af Hannesi Hæstiréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari. En hann hafði eins og áður segir, áfrýjað úrskurði héraðsdóms. Búist var við því að hann yrði yfirheyrður í vikunni. Fréttavefurinn Víkurfréttir birtir mynd af Hannesi kvöldið áður en hann var myrtur. Þar er hann ásamt kærustu sinni í Vogum á fjölskyldudegi. Þar segir að lögreglan hafi fengið afrit af ljósmyndum Víkurfrétta frá fjölskyldudeginum í Vogum strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar. „Með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum," eins og segir á vf.is. 1. september - Miðvikudagur Engar nýjar fréttir af málinu 2. september - Fimmtudagur Fundu hníf í garðinum Fjölskylda í Setberginu fann hníf í bakgarðinum sínum kvöldið áður og kom honum í hendur lögreglu. Vísir hafði heimildir fyrir því að íbúinn hafi fundið hnífinn og spurðist fyrir hjá nágrönnum hvort þeir könnuðust við hann. Það gerði enginn og var því ákveðið að kalla til lögreglu í ljósi þess að Hannes hafði verið myrtur skammt frá tveimur vikum fyrr. Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar sagði það ólíklegt að hnífurinn tengdist málinu en þó væri of snemmt til að segja til um það. Síðar um daginn kom í ljós að hnífurinn tengdist andláti Hannesar ekki. 3. september - Föstudagur Lífsýnin tengjast Gunnari Rúnari ekki Bráðabirgðaniðurstöður úr DNA rannsókn á morðinu komu til landsins frá Svíþjóð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að niðurstöður úr DNA rannsókninni skiptu ekki sköpum í rannsókninni á morðinu. Lífsýnin tengdust Gunnari Rúnari ekki. Skýrslutökur og yfirheyrslur voru í fullum gangi en ekki var gefið upp hvað kom fram í þeim. 4. september - Laugardagur Gunnar Rúnar játar á sig verknaðinn Lögregla boðar til blaðamannafundar klukkan hálf sex. Þar kom fram að Gunnar Rúnar hafi játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. Talið er víst að Gunnar hafi verið einn að verki og málið teljist upplýst. Kafarar leita að morðvopninu í smábátahöfninni í Hafnarfirði en Gunnar Rúnar mun hafa sagt lögreglunni að hann hafi kastað því í sjóinn og þá voru fjörur einnig gengnar í Hafnarfirði. Farið verður fram á geðheilbrigðisrannsókn á Gunnari Rúnari og lögregla gat ekki upplýst hver ástæða morðsins var. Farið hafði verið yfir málið með ríkissaksóknara, sem hafi ákæruvald í alvarlegum málum. Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum úr lífsýnum á vettvangi. Ljóst þykir að morðið hafi verið framið einhvern tíman á bilinu milli 5 og 10 aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst. Á fundinum kom fram að von væri á því að ákæra yrði gefin út á næstu vikum. Gunnar naut mikilla vinsælda á Youtube síðunni á síðasta ári þar sem hann játaði ást sín á unnustu Hannesar. Sú ást var ekki endurgoldin. Gunnar Rúnar og kærasta Hannesar Gunnar Rúnar Sigurþórsson er 23 ára gamall Hafnfirðingur. Hann komst í fjölmiðla á síðasta ári fyrir einlæga ástarjátningu sína þegar hann birti myndband á Youtube. Þar ávarpaði hann kærustu Hannesar sem er á sama aldri og Gunnar og var með honum í grunnskóla. Þar lýsti hann því yfir að hann elskaði hana og bað hana um að endurgjalda ást sína. Það gerði hún hinsvegar ekki. „Ég verð svo ótrúlega glaður bara að vera nálægt henni, það þarf ekki meira. Þetta er ætlað þér því ég held að ég sé orðinn ástfanginn af þér," sagði hann í myndbandinu. Gunnar fékk mikla athygli í fjölmiðlum. Almenningur lýsti yfir stuðningi við hann á Youtube og óskaði honum alls hins besta í að næla í stúlkuna. Stuttu síðar birti Gunnar Rúnar annað myndskeið þar sem hann segir að kærasta Hannesar hafi sagt „pass." „Ég hef reynt að tala við hana síðustu vikurnar, síðan ég gaf út myndbandið. Ég hef ekki getað fengið hana til skipta um skoðun þannig að... því miður þá er þetta búið," sagði Gunnar í myndbandinu. Í janúar á þessu ári gaf Gunnar út annað myndband sem bar yfirskriftina „Nýtt upphaf." Þar segist hann ætla að reyna að byrja upp á nýtt með því að fara gefa út myndbönd einu sinni viku um áhugverða hluti. Hann segist ætla að stofna hóp eða samfélag fyrir fólk í afneitun sem hefur áhuga á svipuðum hlutum og hann. Á Fésbókarsíðu Gunnars, sem er opin almenningi, segist hann þarfnast meiri svefns. Þessi færsla hans kemur tveimur dögum áður en hann varð Hannesi að bana. Á síðunni segist hann einnig vera kominn með græna beltið í ninjitsu, sem er japönsk bardagaíþrótt.
Fréttir ársins 2010 Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira