Enski boltinn

Wenger vill að Fabregas hreinsi andrúmsloftið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas verður áfram hjá Arsenal.
Fabregas verður áfram hjá Arsenal.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er orðinn meira en lítið þreyttur á stöðugum fréttaflutningi varðandi Cesc Fabregas.

Miðjumaðurinn spænski er fyrirliði Arsenal en hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í allt sumar.

„Þessar sögusagnir síðustu sex mánuði hafa gert okkur lífið leitt. Það er mikilvægt að Cesc stígi fram. Aðeins hann getur hreinsað andrúmsloftið þegar hann mætir eftir sumarfrí," segir Wenger en Fabregas mætir til æfinga hjá Arsenal að nýju í vikunni.

„Barca er búið að gefast upp á því að fá hann fyrir tímabilið. Hver er það sem segir að Börsungar gefist ekki upp? Það eru blöðin. Þau taka samt ekki ákvarðanirnar."

Carles Puyol, varnarmaður Barcelona, sagði í viðtali um helgina að Fabregas væri haldið í London gegn vilja hans. „Puyol ætti að hugsa um sín eigin mál," segir Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×