Selur hönnun sína í Afríku 3. júlí 2010 06:00 Vigdís Guðmundsdóttir hefur gert samning við lúxushótelkeðjuna Zuri um að selja hönnun hennar bæði á Indlandi og í Afríku. fréttablaðið/arnþór Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtækið D&G Agency, en það framleiðir meðal annars hágæða fartölvutöskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt. „Mér líkar mjög vel á Indlandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir og er búin að fá mér hund líka," segir Vigdís og hlær. Vigdís hyggst opna eigin vinnustofu á Indlandi innan skamms þar sem hún mun sjálf hanna og framleiða nýja fatalínu á bæði kynin. Línan mun meðal annars innihalda leðurjakka og aðrar flíkur unnar úr leðri. „Allt sem ég hanna er úr leðri. Ég er búin að læra svo mikið um leður og leðurvinnslu í kringum töskuframleiðsluna og er nú orðin svolítill sérfræðingur í því og þess vegna langar mig að halda áfram að hanna úr leðri," segir Vigdís. Nýverið gerði Vigdís samning við hótelkeðjuna Zuri, sem rekur lúxushótel víða á Indlandi, Afríku og á Englandi, og mun hönnun hennar verða seld í hótelverslunum frá og með haustinu. „Þessi samningur kemur sér mjög vel. Það er mikið af viðskiptafólki sem dvelur á þessum hótelum og því verða töskurnar og fylgihlutir í forgrunni til að byrja með, svo sjáum við bara hvað setur. Það er líka skemmtilegt að hugsa til þess að nú sé hægt að kaupa íslenska hönnun bæði á Indlandi og í Afríku," segir Vigdís að lokum. - sm Innlent Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtækið D&G Agency, en það framleiðir meðal annars hágæða fartölvutöskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt. „Mér líkar mjög vel á Indlandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir og er búin að fá mér hund líka," segir Vigdís og hlær. Vigdís hyggst opna eigin vinnustofu á Indlandi innan skamms þar sem hún mun sjálf hanna og framleiða nýja fatalínu á bæði kynin. Línan mun meðal annars innihalda leðurjakka og aðrar flíkur unnar úr leðri. „Allt sem ég hanna er úr leðri. Ég er búin að læra svo mikið um leður og leðurvinnslu í kringum töskuframleiðsluna og er nú orðin svolítill sérfræðingur í því og þess vegna langar mig að halda áfram að hanna úr leðri," segir Vigdís. Nýverið gerði Vigdís samning við hótelkeðjuna Zuri, sem rekur lúxushótel víða á Indlandi, Afríku og á Englandi, og mun hönnun hennar verða seld í hótelverslunum frá og með haustinu. „Þessi samningur kemur sér mjög vel. Það er mikið af viðskiptafólki sem dvelur á þessum hótelum og því verða töskurnar og fylgihlutir í forgrunni til að byrja með, svo sjáum við bara hvað setur. Það er líka skemmtilegt að hugsa til þess að nú sé hægt að kaupa íslenska hönnun bæði á Indlandi og í Afríku," segir Vigdís að lokum. - sm
Innlent Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira