Ákall um einkavæðingu? Ólafur Stephensen skrifar 6. september 2010 06:00 Þótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap vinstrimanna um skattahækkanir til að standa undir velferðarþjónustunni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina lagði Guðbjartur þvert á móti áherzlu á að skera yrði niður í þjónustu ríkisins og í raun skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Fyrir þetta geta skattgreiðendur sjálfsagt þakkað því að þegar félags-, trygginga- og heilbrigðismál hafa verið sameinuð í einu ráðuneyti fer Guðbjartur Hannesson með hartnær helming allra ríkisútgjaldanna, að frátöldum vaxtagjöldum sem næstu árin verða mikil byrði á ríkissjóði. Guðbjartur Hannesson hefur verið formaður fjárlaganefndar og er sem slíkur vonandi raunsær á viðkvæm mál eins og þá staðreynd, að þegar á móti blæs í efnahagslífinu fjölgar öryrkjum, sem þiggja framfærslu sína af skattfé. Ráðherrann segir að setja þurfi markmið um lágmarksframfærslu og tryggja að þjónusta við bótaþega sé í lagi, en bætir við: „Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hugarfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfsendurhæfingu." Þetta viðhorf hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið í flokkunum, sem nú mynda ríkisstjórn. Þar hefur verið lögð meiri áherzla á að tryggja stuðninginn við bótaþega, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendurna, en að reyna að fækka þeim og koma sem flestum aftur á vinnumarkað þannig að kostnaður skattgreiðendanna fari ekki úr böndunum. Í sumum nágrannaríkjum okkar, til dæmis Svíþjóð, hefur verið mjög sársaukafullt að vinda ofan af velferðarkerfi sem var farið úr böndunum. Ríkisstjórnin stendur ekki frammi fyrir neinu smáverkefni í niðurskurði ríkisútgjaldanna. Jafnkaldhæðnislegt og það er, þarf vinstristjórn nú að vinda ofan af ábyrgðarlausri útgjaldaaukningu, fjölgun ríkisstofnana og ríkisstarfsmanna sem átti sér stað í tíð ríkisstjórna sem einhverra hluta vegna voru stundum kenndar við frjálshyggju. Þrátt fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja og -stofnana blés ríkið út. Í Fréttablaðsviðtalinu segir Guðbjartur Hannesson: „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar - það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu." Hann fékkst ekki til að nefna einstök dæmi en sagði ríkið hafa verið duglegt að eyða. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í rauninni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Þótt breytt ríkisstjórn hafi á sér ákveðnara svipmót vinstri stjórnar eftir að utanþingsráðherrarnir voru settir út úr henni, flytur hinn væntanlegi velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, ekki hefðbundinn boðskap vinstrimanna um skattahækkanir til að standa undir velferðarþjónustunni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina lagði Guðbjartur þvert á móti áherzlu á að skera yrði niður í þjónustu ríkisins og í raun skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Fyrir þetta geta skattgreiðendur sjálfsagt þakkað því að þegar félags-, trygginga- og heilbrigðismál hafa verið sameinuð í einu ráðuneyti fer Guðbjartur Hannesson með hartnær helming allra ríkisútgjaldanna, að frátöldum vaxtagjöldum sem næstu árin verða mikil byrði á ríkissjóði. Guðbjartur Hannesson hefur verið formaður fjárlaganefndar og er sem slíkur vonandi raunsær á viðkvæm mál eins og þá staðreynd, að þegar á móti blæs í efnahagslífinu fjölgar öryrkjum, sem þiggja framfærslu sína af skattfé. Ráðherrann segir að setja þurfi markmið um lágmarksframfærslu og tryggja að þjónusta við bótaþega sé í lagi, en bætir við: „Við þurfum að hvetja fólk til sjálfsbjargarviðleitni, að sækja vinnu og taka þátt í samfélaginu en að það treysti ekki bara á að fá bætur og félagslega þjónustu. Það er öryggisnet en ekki lífsmáti nema maður komist ekki hjá því. Því hugarfari þurfum við að breyta og það hefur mikilli orku verið eytt í starfsendurhæfingu." Þetta viðhorf hefur því miður ekki alltaf átt upp á pallborðið í flokkunum, sem nú mynda ríkisstjórn. Þar hefur verið lögð meiri áherzla á að tryggja stuðninginn við bótaþega, með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendurna, en að reyna að fækka þeim og koma sem flestum aftur á vinnumarkað þannig að kostnaður skattgreiðendanna fari ekki úr böndunum. Í sumum nágrannaríkjum okkar, til dæmis Svíþjóð, hefur verið mjög sársaukafullt að vinda ofan af velferðarkerfi sem var farið úr böndunum. Ríkisstjórnin stendur ekki frammi fyrir neinu smáverkefni í niðurskurði ríkisútgjaldanna. Jafnkaldhæðnislegt og það er, þarf vinstristjórn nú að vinda ofan af ábyrgðarlausri útgjaldaaukningu, fjölgun ríkisstofnana og ríkisstarfsmanna sem átti sér stað í tíð ríkisstjórna sem einhverra hluta vegna voru stundum kenndar við frjálshyggju. Þrátt fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja og -stofnana blés ríkið út. Í Fréttablaðsviðtalinu segir Guðbjartur Hannesson: „Ef við forgangsröðum upp á nýtt getum við svo hætt að borga ýmislegt sem við eigum ekkert endilega að borga sem ríki heldur sem einstaklingar - það sem við getum kallað hálfgerðar skrautstofnanir sem hafa orðið til í góðærinu." Hann fékkst ekki til að nefna einstök dæmi en sagði ríkið hafa verið duglegt að eyða. „Ég ætla ekki að nefna nein nöfn því að það er viðkvæmt, en í rauninni þurfum við að hugsa upp á nýtt fyrir hvað ríkið á að standa. Hvað ætlum við að tryggja og hvað ekki?