Handbolti

Jafnt gegn Dönum í fjörugum leik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Björgvin Páll í leiknum í kvöld.
Björgvin Páll í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm

Ísland og Danmörk gerðu 33-33 jafntefli í æfingaleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn var í járnum allan tímann en Danir klúðruðu síðustu sókninni á ótrúlegan hátt.

Fyrri hálfeikurinn var mjög hraður þar sem liðin skiptust á að skora. Þau skiptust líka á að vera yfir en Ísland jafnaði undir lok hálfleiksins í 16-16.

Sami hraði hélt í seinni hálfleik, Danir komust fljótlega skrefinu á undan þegar íslenska liðið gerði nokkur mistök í röð.

Oddur Gretarsson kom sterkur inn og skoraði flott mark og Ísland komst yfir eftir góðan kafla. Leikurinn var þó áfra jafn.

Staðan var jöfn á lokamínútunni og Ísland fékk boltann. Hann var þó dæmdur af liðinu og Danir komust í sókn. Bo Spelleberg fékk dauðafæri, einn á línunni, en skaut í stöng.

Leiknum lauk því með 33-33 jafntefli.

Viðtöl og tölfræði koma inn á Vísi innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×