Viðskipti erlent

Olíuæði geysar á Grænlandi

Eftir að skoska olíufélagið Cairn fann gas undan vesturströnd Grænlands hafa 12 önnur olíufélög rokið til og tryggt sér leyfi til olíuleitar á hafinu úti fyrir Uummannaq á norðvesturhluta landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðlindaráði Grænlands en fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að sú staðreynd að Cairn hafi skuldbundið sig til að eyða 3 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 60 milljörðum kr. til olíuleitar á svæðinu hafi ekki dregið úr áhuga annarra olíufélaga.

„Við buðum út 14 blokkir (leitarsvæði) og fengum 17 umsóknir frá 12 félögum sem við eigum nú í samningum við," segir Jörgen T. Hammeken-Holm skrifstofustjóri Auðlindaráðsins.

Hammeken-Holm segir að gasfundur Cairn hafi aukið verulega áhuga annarra olíufélaga sem vilja gjarnan fá aðgang að þeim jarðfræðilegu upplýsingum sem fyrir liggja. „Það er hinsvegar undir Cairn komið hvort félagið selur sýnir upplýsingar eða ekki," segir Hammeken-Holm.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×