Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR 21. maí 2010 06:00 Háskóli Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira