Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR 21. maí 2010 06:00 Háskóli Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs Fréttir Innlent Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. Félagið telur einnig að 150-200 milljónir myndu sparast við að HÍ taki við kennslu Háskólans á Bifröst og 100 milljónir við að skólinn annist kennslu í búvísindum. Að auki gæti nokkur upphæð sparast með auknu samstarfi HÍ og Háskólans á Akureyri. Sparnaðarleiðir Félags prófessora við ríkisháskóla eru fram komnar í kjölfar óskar Kristínar Ingólfsdóttur rektors um tillögur að niðurskurði og endurskipulagningu í starfi Háskólans og skóla á háskólastigi. Fékk Kristín tillögurnar í hendur í byrjun mars en að sögn Gísla Más Gíslasonar formanns hafa félaginu ekki borist viðbrögð við þeim. Afstaða félagsins mótast ekki síst af þeirri skoðun að ekki sé hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum. Bent er á að verkfræði sé kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá og viðskiptafræði við fjóra skóla. Varla geti það talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa meðan nágrannaþjóðir hafi einn rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Samhliða því að leggja til grundvallarbreytingu á háskólastarfinu í landinu stingur Félag prófessora við ríkisháskóla upp á nokkrum leiðum til að ná fram sparnaði í kennslu. Nefnt er að sameina megi skyld námskeið og hafa þau stærri, hætta að kenna sama eða sams konar námskeið í mörgum deildum og sviðum, færa aðstoðarkennslu í hendur framhaldsnema og minnka kostnað af prófhaldi og jafnvel færa próf í auknum mæli á Netið. Þá er lagt til að hugað verði að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega og mælt er með að bílastæðagjöld verði tekin upp. Í tillögum sínum fjallar félagið um nýtt stjórnkerfi Háskólans sem það telur hafa leitt til aukins stjórnunarkostnaðar og meiri stjórnunarvinnu. Er hvatt til þess að kerfið verði endurskoðað. Þá er og fullyrt að sá sparnaður sem átti að nást með sameiningu HÍ og KHÍ hafi lítið skilað sér.- bþs
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira