Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður 3. febrúar 2010 08:28 Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt. Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt.
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira