NBA: Áttundi sigurleikurinn í röð hjá Oklahoma City Thunder Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2010 11:00 Kevin Durant er að spila frábærlega með Oklahoma City Thunder. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er á svakalegri siglingu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt unnu Kevin Durant og félagar sinn áttunda leik í röð og spilltu um leið frumsýningunni Tracy McGrady í Madison Square Garden. Oklahoma City Thunder þurfti þó framlengingu til þess að vinna 121-118 sigur á New York Knicks þar sem Tracy McGrady átti vissulega ágætan leik með New York og skoraði 26 stig Hann fékk þó lítið að vera með í framlengingunni. Kevin Durant skoraði 36 stig í leiknum og hefur þar með skoraði 25 stig eða meira í 27 leikjum í röð sem jafnaði árangur Allen Iverson frá janúar til mars 2001. Durant fékk líka góða hjálp frá Russell Westbrook sem var með 30 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. David Lee var með 30 stig og 10 fráköst hjá New York og Eddie House skoraði 24 stig í sínum fyrsta leik síðan hann kom frá Boston.Danny Granger skoraði 36 stig í 125-115 sigri Indiana Pacers á Houston Rockets og T.J. Ford var með 19 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik. Troy Murphy var einnig með 18 stig og 12 fráköst en hjá Houston var Aaron Books með 26 stig og Luis Scola skoraði 25 stig og tók 11 fráköst.Jarrett Jack var með 23 stig og 8 fráköst í 109-104 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. Þetta var 20. leikurinn í röð sem Toronto brýtur 100 stiga múrinn en liðið vann þarna annan leikinn sinn í röð án Chris Bosh.Jason Kidd skoraði 14 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum þegar Dallas Mavericks vann 97-91 sigur á Miami Heat. Dirk Nowitzki var með 28 stig en Daequan Cook skoraði 22 stig fyrir Miami sem lék án Dwyane Wade.Nýliðinn Taj Gibson var með 20 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann sinn fjórða leik í röð með því að vinna 122-90 sigur á Philadelphia 76ers.Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Kim Hughes þegar liðið vann Sacramento Kings 99-89. Eric Gordon skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Chris Kaman var með 22 stig og 16 fráköst. Clippers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum eftir að Hughes tók við af Mike Dunleavy.Brandon Jennings og John Salmons voru báðir með 19 stig og Andrew Bogut skoraði 18 stig og tók 13 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 93-88 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Stephen Jackson skoraði 35 stig fyrir Charlotte.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors-Washington Wizards 109-104 New York Knicks-Oklahoma City Thunder 118-121 (framlenging) Chicago Bulls-Philadelphia 76Ers 122-90 Dallas Mavericks-Miami Heat 97-91 Houston Rockets-Indiana Pacers 115-125 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 93-88 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 99-89 NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Oklahoma City Thunder er á svakalegri siglingu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt unnu Kevin Durant og félagar sinn áttunda leik í röð og spilltu um leið frumsýningunni Tracy McGrady í Madison Square Garden. Oklahoma City Thunder þurfti þó framlengingu til þess að vinna 121-118 sigur á New York Knicks þar sem Tracy McGrady átti vissulega ágætan leik með New York og skoraði 26 stig Hann fékk þó lítið að vera með í framlengingunni. Kevin Durant skoraði 36 stig í leiknum og hefur þar með skoraði 25 stig eða meira í 27 leikjum í röð sem jafnaði árangur Allen Iverson frá janúar til mars 2001. Durant fékk líka góða hjálp frá Russell Westbrook sem var með 30 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. David Lee var með 30 stig og 10 fráköst hjá New York og Eddie House skoraði 24 stig í sínum fyrsta leik síðan hann kom frá Boston.Danny Granger skoraði 36 stig í 125-115 sigri Indiana Pacers á Houston Rockets og T.J. Ford var með 19 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik. Troy Murphy var einnig með 18 stig og 12 fráköst en hjá Houston var Aaron Books með 26 stig og Luis Scola skoraði 25 stig og tók 11 fráköst.Jarrett Jack var með 23 stig og 8 fráköst í 109-104 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. Þetta var 20. leikurinn í röð sem Toronto brýtur 100 stiga múrinn en liðið vann þarna annan leikinn sinn í röð án Chris Bosh.Jason Kidd skoraði 14 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum þegar Dallas Mavericks vann 97-91 sigur á Miami Heat. Dirk Nowitzki var með 28 stig en Daequan Cook skoraði 22 stig fyrir Miami sem lék án Dwyane Wade.Nýliðinn Taj Gibson var með 20 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann sinn fjórða leik í röð með því að vinna 122-90 sigur á Philadelphia 76ers.Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Kim Hughes þegar liðið vann Sacramento Kings 99-89. Eric Gordon skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Chris Kaman var með 22 stig og 16 fráköst. Clippers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum eftir að Hughes tók við af Mike Dunleavy.Brandon Jennings og John Salmons voru báðir með 19 stig og Andrew Bogut skoraði 18 stig og tók 13 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 93-88 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Stephen Jackson skoraði 35 stig fyrir Charlotte.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors-Washington Wizards 109-104 New York Knicks-Oklahoma City Thunder 118-121 (framlenging) Chicago Bulls-Philadelphia 76Ers 122-90 Dallas Mavericks-Miami Heat 97-91 Houston Rockets-Indiana Pacers 115-125 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 93-88 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 99-89
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira