Shrek með fimm högga forustu á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2010 20:56 Louis Oosthuizen Mynd/AP Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira