Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið 20. maí 2010 05:15 Seðlabankastjórar skiptast á gjöfum Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslenskum íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueignum erlendra aðila og hefur Seðlabankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skuldabréfi til fimmtán ára. Skuldabréfið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skuldabréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðlabankanum eftir efnahagshrunið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbbinn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxemborgar hafi sýnt ákveðinn velvilja, enda sé samningurinn hagstæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslufélagið Eignasafn Seðlabankans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira