Framseldur til Íslands - áfram krafist gæsluvarðhalds yfir hinum 29. september 2010 10:24 Steingrímur í haldi lögreglu í Venesúela. MYND/Lögreglan í Venesúela Lögreglan í Venesúela handtók í fyrradag 36 ára íslenskan karlmann, Steingrím Þór Ólafsson, sem talinn er vera höfuðpaur í virðisaukaskattsvikunum, sem nýlega komst upp um hér á landi og nema 270 milljónum króna. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim sem þegar eru í varðhaldi. Hann var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, en hann mun hafa dvalið í Venesúela í 15 daga. Maðurinn hvarf héðan af landi rétt áður en upp komst um virðisaukaskattssvikin, en þegar það gerðist gaf lögreglan út handtökuskipun til undirbúnings framsals á honum, og Interpól lýsti eftir honum. Dagblaðið La Calle hefur eftir heimildum innan lögreglunnar að hann tengist eiturlyfjahring í Colombíu og lögreglan í Venesúela staðfestir að hann verði bráðlega framseldur til Íslands. Alls voru sex manns, fjórir karlar og tvær konur handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald, eftir að upp komst um svikin, þeirra á meðal starfsmaður skattstjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir einum úr hópnum rann út fyrir helgi en fékkst framlengt til 8. október. Gæsluvarðhald yfir hinum fimm rennur út í dag og ætlar lögreglan að óska eftir framlengingu á þeim úrskurðum til sama tíma. Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóri vill að öðru leiti ekki tjá sig um gang rannsóknarinnar. Málið hefur vakið töluverða athygli í Venesúela. VSK-málið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan í Venesúela handtók í fyrradag 36 ára íslenskan karlmann, Steingrím Þór Ólafsson, sem talinn er vera höfuðpaur í virðisaukaskattsvikunum, sem nýlega komst upp um hér á landi og nema 270 milljónum króna. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim sem þegar eru í varðhaldi. Hann var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi, en hann mun hafa dvalið í Venesúela í 15 daga. Maðurinn hvarf héðan af landi rétt áður en upp komst um virðisaukaskattssvikin, en þegar það gerðist gaf lögreglan út handtökuskipun til undirbúnings framsals á honum, og Interpól lýsti eftir honum. Dagblaðið La Calle hefur eftir heimildum innan lögreglunnar að hann tengist eiturlyfjahring í Colombíu og lögreglan í Venesúela staðfestir að hann verði bráðlega framseldur til Íslands. Alls voru sex manns, fjórir karlar og tvær konur handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald, eftir að upp komst um svikin, þeirra á meðal starfsmaður skattstjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir einum úr hópnum rann út fyrir helgi en fékkst framlengt til 8. október. Gæsluvarðhald yfir hinum fimm rennur út í dag og ætlar lögreglan að óska eftir framlengingu á þeim úrskurðum til sama tíma. Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóri vill að öðru leiti ekki tjá sig um gang rannsóknarinnar. Málið hefur vakið töluverða athygli í Venesúela.
VSK-málið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira