Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2010 22:00 Antawn Jamison tekur hér vel á móti Kevin Garnett í leiknum í kvöld. Mynd/AP Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. Dómararnir dæmdu alls sex tæknivillur í leiknum, Mike Brown, þjálfari Cleveland, var rekinn út úr húsi og undir lokin mátti sjá Kevin Garnett og LeBron James láta hvorn annan heyra það. Það er líklegt að þessi lið mætist í úrslitakeppninni og ef marka má andrúmsloftið í þessum leik gæti það orðið svakalegt einvígi enda unnu liðin tvo leiki gegn hvoru öðru í deildarkeppninni. Boston Celtics fór illa með Cleveland framan af leik og náði mest 22 stiga forskoti í leiknum sem svo gufaði upp í lokin. Kevin Garnett var með 19 stig, Paul Pierce skoraði 16 stig og Kendrick Perkins var með 10 stig og 10 fráköst. LeBron James skoraði 20 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland-liðið vann upp 17 stiga forskot Boston. James brást hinsvegar á úrslitastundu, klikkaði á tveimur vítaskotum á sextán síðustu sekúndunum og tók illa íhugað þriggja stiga skot á lokasekúndunum þegar hann var búinn að klikka á átta fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Antawn Jamison var með 16 stig og 10 fráköst hjá Cleveland og J.J. Hickson bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þrátt fyrir stigin 42 var LeBron James ískaldur því hann hitti aðeins úr 1 af 15 skotum sínum sem hann tók af lengra en fimm metra færi. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. Dómararnir dæmdu alls sex tæknivillur í leiknum, Mike Brown, þjálfari Cleveland, var rekinn út úr húsi og undir lokin mátti sjá Kevin Garnett og LeBron James láta hvorn annan heyra það. Það er líklegt að þessi lið mætist í úrslitakeppninni og ef marka má andrúmsloftið í þessum leik gæti það orðið svakalegt einvígi enda unnu liðin tvo leiki gegn hvoru öðru í deildarkeppninni. Boston Celtics fór illa með Cleveland framan af leik og náði mest 22 stiga forskoti í leiknum sem svo gufaði upp í lokin. Kevin Garnett var með 19 stig, Paul Pierce skoraði 16 stig og Kendrick Perkins var með 10 stig og 10 fráköst. LeBron James skoraði 20 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland-liðið vann upp 17 stiga forskot Boston. James brást hinsvegar á úrslitastundu, klikkaði á tveimur vítaskotum á sextán síðustu sekúndunum og tók illa íhugað þriggja stiga skot á lokasekúndunum þegar hann var búinn að klikka á átta fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Antawn Jamison var með 16 stig og 10 fráköst hjá Cleveland og J.J. Hickson bætti við 14 stigum og 11 fráköstum. Þrátt fyrir stigin 42 var LeBron James ískaldur því hann hitti aðeins úr 1 af 15 skotum sínum sem hann tók af lengra en fimm metra færi.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira