Skýrslan átti upphaflega að koma út í nóvember en þá var útgáfu hennar frestað fram í febrúar. Útgáfu hennar var svo aftur frestað en nú þykir ljóst að hún kemur ekki út fyrr en í kringum páska.
Komið hefur fram að prentaða skýrslan er í níu bindum, rúmar tvö þúsund síður, og verður prentuð í um þrjú þúsund eintökum. Þegar er byrjað að prenta viðauka skýrslunnar en þeir snúa meðal annars að siðferði, fjölmiðlum og hagsögu.
Skýrslan er prentuð í prentsmiðjunni Odda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er skýrslan eingöngu prentuð um helgar.- kh