Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 18:45 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira