Ísrael og appelsínurnar Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 2. júní 2010 06:00 Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi við Ísrael væri að kannski fengjum við þá engar appelsínur til landsins. Ég get allavega svarið það að aldrei hefur nokkur maður borðað appelsínu í vinnunni í minni viðurvist, en það gerðist nú samt tvisvar í gær. Og allt í einu var líka boðið upp á appelsínur í kaffinu. Ráðherrann hefur kannski ekki ætlast til þess að þessi orð hans yrðu tekin bókstaflega. En með þeim gaf hann að minnsta kosti sterklega í skyn að til aðgerða yrði gripið eftir ógeðfelldar og óréttlætanlegar árásir Ísraela gegn óbreyttum borgurum á alþjóðlegu hafsvæði. Íslenskir ráðamenn, sem hafa ekki alltaf þorað að taka slaginn og standa gegn mannréttindabrotum, tóku flestir í sama streng í gær og fordæmdu verknaðinn. Það eru aðrir ávextir og fleiri vörur frá Ísrael seldar hér á landi. Appelsínuskortur, og raunar skortur á öllum þessum vörum, er lágur fórnarkostnaður fyrir það að standa með almennum borgurum sem eru beittir ótrúlegu óréttlæti. Það er nú hægt að flytja inn appelsínur frá öðrum löndum, fjandinn hafi það. Í stóra samhenginu snýst þetta mál nefnilega lítið sem ekkert um árásina á mánudag, eins hræðileg og hún var. Það snýst um að Ísraelsmenn hafa gengið fram af heimsbyggðinni í fjölda ára, og það er löngu kominn tími á að eitthvað sé gert. Nú eygir maður veika von um að eitthvað örlítið skref verði stigið í rétta átt. Árásin þjónaði þeim tilgangi að beina augum Vesturlandabúa, sem hafa verið of uppteknir af eigin vandamálum upp á síðkastið, aftur að þessu svæði. Svæði þar sem fólk er líklega lítið hugsi yfir bankakreppum heimsins, enda vandamálin þar margfalt stærri. Svæði sem hefur verið vanrækt alltof lengi. Ég íhugaði í stutta stund að fá mér appelsínu í kaffinu í gær, fyrst það virtist allt í einu vera í boði. Ég tók þó fljótt sönsum og viðurkenndi fyrir sjálfri mér það sem ég hef þó lengi vitað: að appelsínur eru vondar. Og þó þær verði aldrei aftur á vegi mínum hér á landi er mér nákvæmlega sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi við Ísrael væri að kannski fengjum við þá engar appelsínur til landsins. Ég get allavega svarið það að aldrei hefur nokkur maður borðað appelsínu í vinnunni í minni viðurvist, en það gerðist nú samt tvisvar í gær. Og allt í einu var líka boðið upp á appelsínur í kaffinu. Ráðherrann hefur kannski ekki ætlast til þess að þessi orð hans yrðu tekin bókstaflega. En með þeim gaf hann að minnsta kosti sterklega í skyn að til aðgerða yrði gripið eftir ógeðfelldar og óréttlætanlegar árásir Ísraela gegn óbreyttum borgurum á alþjóðlegu hafsvæði. Íslenskir ráðamenn, sem hafa ekki alltaf þorað að taka slaginn og standa gegn mannréttindabrotum, tóku flestir í sama streng í gær og fordæmdu verknaðinn. Það eru aðrir ávextir og fleiri vörur frá Ísrael seldar hér á landi. Appelsínuskortur, og raunar skortur á öllum þessum vörum, er lágur fórnarkostnaður fyrir það að standa með almennum borgurum sem eru beittir ótrúlegu óréttlæti. Það er nú hægt að flytja inn appelsínur frá öðrum löndum, fjandinn hafi það. Í stóra samhenginu snýst þetta mál nefnilega lítið sem ekkert um árásina á mánudag, eins hræðileg og hún var. Það snýst um að Ísraelsmenn hafa gengið fram af heimsbyggðinni í fjölda ára, og það er löngu kominn tími á að eitthvað sé gert. Nú eygir maður veika von um að eitthvað örlítið skref verði stigið í rétta átt. Árásin þjónaði þeim tilgangi að beina augum Vesturlandabúa, sem hafa verið of uppteknir af eigin vandamálum upp á síðkastið, aftur að þessu svæði. Svæði þar sem fólk er líklega lítið hugsi yfir bankakreppum heimsins, enda vandamálin þar margfalt stærri. Svæði sem hefur verið vanrækt alltof lengi. Ég íhugaði í stutta stund að fá mér appelsínu í kaffinu í gær, fyrst það virtist allt í einu vera í boði. Ég tók þó fljótt sönsum og viðurkenndi fyrir sjálfri mér það sem ég hef þó lengi vitað: að appelsínur eru vondar. Og þó þær verði aldrei aftur á vegi mínum hér á landi er mér nákvæmlega sama.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun