Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Óli Tynes skrifar 12. apríl 2010 16:40 Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira