Umræða á villigötum Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 13. september 2010 06:00 Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun