stjórnsýsla Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemd við undirbúning sameiningar skattumdæma landsins, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í gær. Um síðustu áramót voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víðs vegar um landið sameinuð í eitt og landið gert að einu skattumdæmi.
Ríkisendurskoðun telur að undirbúningur sameiningarinnar hafi byggt á skýrum faglegum og fjárhagslegum markmiðum og rúmist innan heimilda. Að auki liggi fyrir skýr verk- og tímaáætlun. - kóþ