Viðskipti erlent

Gjaldþrotuum fyrirtækja í Danmörku fjölgar áfram

Ekkert lát er á gjaldþrotum fyrirtækja i Danmörku og slær fjöldi þeirra met í hverjum mánuði nú um stundir.

Samkvæmt nýjustu tölum frá gagnaveitunni Experian sem heldur utan um tölfræði gjaldþrota í Danmörku fóru 575 fyrirtæki í landinu á hausinn í aprílmánuði. Þetta er 26% aukning á fjölda þeirra frá sama mánuði í fyrra.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er haft eftir Sören Overgaard Madsen greinanda hjá Experian að fjöldi gjaldþrota í apríl sé sá mesti á einum mánuði undanfarn 10 ár. Raunar hefur gjaldþrotum fyrirtækja stöðugt fjölgað milli mánaða undanfarna 12 mánuði og hafa 524 fyrirtækið fallið að meðaltali á hverjum mánuði þetta tímabil. Til samanburðar má nefna að þessi fjöldi var 210 fyrirtæki fyrir tveimur árum síðan.

Fjöldi þessara gjaldþrota kemur mismunandi niður eftir landshlutum í Danmörku. Flest eru þau á Bornholm, Grænlandi og á Norður Jótland. Á móti hefur dregið aðeins úr fjöldanum á Suður Jótlandi. Lollandi og Falster.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×