Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að loka Steypustöðinni Borg á Kársnesi með valdi næsta föstudag.
Reksturinn er sagður fara fram í óleyfi. Af honum stafi mengun auk þess sem hann fari að hluta fram á landi bæjarins. Ákalli Borgar um að starfseminni yrði þyrmt þar til hún verði flutt á nýja lóð í Hafnarfirði var ekki hlýtt.
„Væru það undarleg örlög og í skjön við alla þjóðfélagsumræðu um þessar mundir ef þessari síðustu einkareknu steypustöð væri fórnað á síðustu metrum flutnings hennar í varanlega starfsstöð,“ sagði í bréfi Borgar til Kópavogsbæjar. - gar