Fótbolti

Antonio Cassano vildi frekar berja Lippi en tileinka honum lag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano. Mynd/AFP
Antonio Cassano gat ekki falið svekkelsið sitt út í Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala, þegar hann kom fram sem gestur á tónlistarhátíð í Sanremo á ítalíu.

Cassano er nánast búinn að missa alla von um að fá að spila fyrir ítalska landsliðið og ekki hjálpaði hann sjálfum sér með því að segjast vilja berja landsliðsþjálfarann.

Antonio Cassano hefur staðið sig vel með Sampdoria og er fyrir löngu kominn í landsliðsform samkvæmt ítölskum knattspyrnuspekingum en Lippi hefur þó ekki tekið hann inn í landsliðshópinn.

Antonio Cassano ætlar nú að gifta sig í staðinn fyrir að taka þátt í HM í Suður-Afríku í júní í sumar. Þegar Cassano var beðinn um að tileinka landsliðsþjálfaranum lag á hátíðinni stóð ekki á furðulegu svari.

„Ég myndi frekar berja Lippi en tileinka honum lag. Ég man ekki lengur hvenær ég spilaði síðast fyrir landsliðið en það eru eins og það séu liðin 20 ár síðan," sagði Cassano.

„Ég elska þetta land og þessa þjóð og vil fá að klæðast Azzurro-treyjunni. Þó að ég komist ekki með á HM þá mun ég halda með liðinu því ég elska landsliðstreyjuna," Antonio Cassano.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×