Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna 13. apríl 2010 10:30 MYND/365 Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira