Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við 12. apríl 2010 20:50 Jónas Fr. Jónsson segist hafa skilað betri stofnun. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV í kvöld. Sjálfur hefur hann verið sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis. Jónas tók sem dæmi að nú eru 18 mánuðir liðnir frá hruni. Búið er að stórbæta aðstöðu og aðbúnað rannsóknaraðila svo sem FME auk þess sem búið er að koma á fót embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir það hefur engin ákæra litið dagsins ljós og hann spurði því á móti hvað stofnun sem innihélt rétt rúma þrjátíu starfsmenn hafi getað gert gagnvart þeim tæplega 40 stórfyrirtækjum sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Hann sagði málin hafa verið flókin og umfangsmikil; slíkt væri eðli efnahagsbrota. Þá var Jónas spurður um Landsbankann og lán til Björgólfs Thors Björgólfssonar og Actavis. Bankinn neitaði að tengja þessa aðila saman en áhættufjárbindingin var samanlagt um 50 prósent af eigin fé bankans. Það er ólöglegt en hámarkið eru 25 prósent. Rannsóknin tók að auki tvö og hálft ár en málið var aldrei kært til lögreglunnar. Jónas benti þá á að Landsbankinn hefði ráðið til sín alla sem komu að rannsókninni nema einn aðila. Hann þurfti svo að ljúka rannsókninni með nýjum einstaklingum. „Hvað átti að gera? Það hefði aldrei flogið að koma einhverjum í fangelsi fyrir þetta," sagði Jónas svo. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV í kvöld. Sjálfur hefur hann verið sakaður um vanrækslu af rannsóknarnefnd Alþingis. Jónas tók sem dæmi að nú eru 18 mánuðir liðnir frá hruni. Búið er að stórbæta aðstöðu og aðbúnað rannsóknaraðila svo sem FME auk þess sem búið er að koma á fót embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir það hefur engin ákæra litið dagsins ljós og hann spurði því á móti hvað stofnun sem innihélt rétt rúma þrjátíu starfsmenn hafi getað gert gagnvart þeim tæplega 40 stórfyrirtækjum sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Hann sagði málin hafa verið flókin og umfangsmikil; slíkt væri eðli efnahagsbrota. Þá var Jónas spurður um Landsbankann og lán til Björgólfs Thors Björgólfssonar og Actavis. Bankinn neitaði að tengja þessa aðila saman en áhættufjárbindingin var samanlagt um 50 prósent af eigin fé bankans. Það er ólöglegt en hámarkið eru 25 prósent. Rannsóknin tók að auki tvö og hálft ár en málið var aldrei kært til lögreglunnar. Jónas benti þá á að Landsbankinn hefði ráðið til sín alla sem komu að rannsókninni nema einn aðila. Hann þurfti svo að ljúka rannsókninni með nýjum einstaklingum. „Hvað átti að gera? Það hefði aldrei flogið að koma einhverjum í fangelsi fyrir þetta," sagði Jónas svo.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira