Enski boltinn

Arsenal ekkert heyrt frá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal.
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Arsenal hafa ekkert heyrt frá Barcelona vegna fyrirliða félagsins, Cesc Fabregas, en hann mun vera áhugasamur um að ganga í raðir Börsunga í sumar.

Fabregas kom til Arsenal frá Barcelona aðeins sextán ára gamall en hefur oft og mörgum sinnum verið orðaður við Spánarmeistarana undanfarin ár.

Enskir og spænskir fjölmiðlar fullyrtu fyrr í vikunni að Fabregas hefði tilkynnt Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins, að hann vildi fara til Spánar.

Barcelona mun vera reiðubúið að leggja fram tilboð upp á 45 milljónir evra en Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, sagðist í samtali vði enska fjölmiðla ekkert hafa heyrt frá Barcelona.

Xavi, félagi Fabregas í spænska landsliðinu og leikmaður Barcelona, hefur hvatt hann til að fara frá Arsenal.

„Það er glæpsamlegt að jafn hæfileikaríkur leikmaður og Cesc hafi ekki unnið stærstu verðlaunin í knattspyrnunni. Hann á í raun engan annan kost en að fara. Hann er að taka rétta ákvörðun og ég vona að stuðningsmenn Arsenal óski honum alls hins besta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×