Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu 14. apríl 2010 06:00 Baldur Guðlaugsson Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent