Vill stuðning ESB við krónuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skroll-Fréttir Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Utanríkisráðherra leggur áherslu á það í viðræðum Íslands við Evrópusambandið að krónan verði bökkuð upp af Seðlabanka Evrópu strax við aðild, áður en evran verði síðan tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi. Hann telur viðræðurnar taka lengri tíma en bjartsýnustu menn geri sér vonir um. Utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann reiknaði með að beinar samningaviðræður við Evrópusambandið um landbúnaðarmál gætu hafist fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. En þetta eru þeir tveir málaflokkar sem allir eru sammála um að verði erfiðast að ná niðurstöðu um. Bjartsýnustu menn hafa talað um að viðræðum gæti lokið á stuttum tíma, eða um 18 mánuðum, vegna þess að Ísland hafi nú þegar innleitt um 70 prósent af löggjöf Evrópusambandsins. „Ég er nú bjartsýnismaður eins og þið vitið en ég held að þetta taki ekki svo stuttan tíma," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Íslenska samninganefndin muni láta reyna til þrautar á ýmis erfið mál varðandi sjávarútveginn. „Og ég held að það geri það að verkum að samningarnir verði lengri og erfiðari en margir gera ráð fyrir." Aðspurður segist hann þó frekar hafa reiknað með að samningum ljúki á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Og Össur leggur áherslu á að ef aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, gangi Íslendingar einnig í myntbandalagið og taki upp evruna. Enda muni það spara þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann segist hafa rætt það á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins í júlí, að Evrópusambandið kæmi að því áður en mögulegt væri að taka evruna upp að styðja við krónuna. „Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra. Hann er sannfærður um að stuðningur við evrópusambandsaðild aukist þegar ávinningur aðildarinnar liggi fyrir. „Þegar fólk sér það mun þetta snúast í huga fólks, þegar menn fara raunverulega að sjá hvað þetta þýðir fyrir þeirra hagsmuni, líf og lífsgæði," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Skroll-Fréttir Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira