Topplið Vals í Pepsi-deild kvenna þarf að spjara sig án tveggja sterkra leikmanna sem verða frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
Þær eru Dagný Brynjarsdóttir, sem var valinn efnilegasti leikmaður fyrri umferðar deildarinnar, og Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Dagný er með sprungu í ristinni og spilar ekki fyrr en eftir um sex vikur. Málfríður verður fjarverandi einnig langt fram í ágúst.