Næstu skref Guðmundur Steingrímsson skrifar 22. mars 2010 06:00 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að takast á við skuldavanda heimilanna eru um margt ágætar. Yfirlýsingar ráðherra um að aðgerðarpakkinn nái að öllu leyti utan um vandann eru hins vegar í besta falli spaugilegar. Talsvert meira þarf að gera til þess að sátt geti ríkt á lánamarkaði á Íslandi og til þess að hinn ógnarstóri skuldavandi þjóðarinnar teljist að fullu leystur. Skuldavandi heimilanna er vandi af slíkri stærðargráðu að betur fer á því að tileinka sér vissa auðmýkt og minni yfirlýsingagleði í viðureigninni við hann. Nógu stórt var talað þegar síðasti aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar var kynntur í október síðastliðnum. Hann náði ekki tilætluðum árangri. Betrumbætur boðaðarEn nú eru boðaðar betrumbætur. Margt í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar er afsprengi vinnubragða sem gjarnan mættu sjást víðar í stjórnmálunum um þessar mundir. Þverpólitískur samráðshópur um skuldavanda heimila og fyrirtækja hefur nú starfað um nokkurt skeið. Margar höfuðáherslur þess hóps er að finna í aðgerðarpakkanum. Þannig hefur stofnun embættis umboðsmanns skuldara, eða lántakenda, átt hljómgrunn í öllum flokkum á þingi, að því er ég best veit, og eins hefur verið nokkuð víðtækur samhljómur á meðal flokkanna um mikilvægi þess að hanna betur þá ferla sem fólki í verulegum greiðsluvanda býðst til þess að endurskipuleggja skuldir sínar. Á þessu er tekið í aðgerðarpakkanum. Mikilvægt embætti umboðsmannsÞað er mikilvægt að tala ekki niður hið nýja embætti umboðsmanns skuldara. Hugmyndin er góð. Þessu embætti verður ætlað að vera málsvari lántakenda gagnvart kröfuhöfum. Í gegnum þetta embætti munu skuldarar geta fengið úrlausn sinna vandamála, ef vel tekst til. Þessu þarf að gefa góðan sjens. Að því sögðu er þó líka mikilvægt að hafa í huga, að auðvitað verður að vakta vel hvort embættið virkar eða ekki. Margir vankantar gætu komið í ljós sem nauðsynlegt verður að sníða af. Meðal annarra fagnaðarefna í frumvarpsdrögum ráðherranna má nefna, að til stendur að taka á málum þeirra skuldara sem sitja uppi með tvær eignir, en þau mál hafa verið í pattstöðu alltof lengi. Eins eru góðar áherslur lagðar í þátt að auka möguleika á óverðtryggðum lánum. Meira þarf að gera í þeim efnum. Auk þess eru skref í átt að aukinni fjölbreytni á húsnæðismarkaði, með kaupleiguíbúðum og húsnæðissamvinnufélögum, töluvert gleðiefni. Hvar eru almennu aðgerðirnar?En kem ég nú að göllunum. Það er orðið rannsóknarefni hvað ríkisstjórnarflokkarnir virðast sýna nauðsyn almennra aðgerða í skuldamálum lítinn skilning. Lítið á að gera fyrir þann stóra hóp fólks sem ekki telst beinlínis vera í greiðsluvanda, en er þó á mörkunum. Þetta er hin stóra millistétt á Íslandi. Hrunið tók frá henni hið fjárhagslega svigrúm sem hún hafði. Ekki fyrr en vanda þessa hóps verður mætt með almennum aðgerðum, eins og leiðréttingu höfuðstóls eða öðrum slíkum, getur mögulega myndast sátt á íslenskum lánamarkaði. Hið efnahagslega markmið er líka augljóst: Þessi hópur, sem telur þorra Íslendinga, verður að losna við byrðar. Að öðrum kosti hefst ekki eðlileg neysla og fjárfesting í samfélaginu. Á að gera höggið frádráttarbært? Eina almenna aðgerðin sem ríkisstjórnin boðar er raunar algerlega þvert á þessi markmið. Hún felst í því að skattleggja afskriftir. Slík áform virka óneitanlega sem blaut tuska í andlit þeirra sem barist hafa fyrir almennri leiðréttingu á höfuðstól. Það má þó kannski freista þess að hugsa uppbyggilega og reyna að snúa þessari vondu hugmynd upp í aðra betri. Ef ríkisstjórnin vill fara í almennar aðgerðir í gegnum skattkerfið, er auðvitað fullkomlega eðlilegt að leggja til, að sú dæmalausa aukning á höfuðstól sem lántakendur tóku á sig í hruninu komi til frádráttar frá skatti. Þar gæti verið komin leið til þess að létta byrðar hrunsins af almenningi. Þetta þarf að skoða. Eitt er víst: Krafa þorra lántakenda um léttari og sanngjarnari byrðar verður bara háværari eftir því sem aðgerðarleysið í þeim efnum er meira. Næstu skref á lánamarkaði felast einkum í því að mæta þessari kröfu af röggsemi.Höfundur er alþingismaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun