Fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans líklega lausir allra mála 7. júní 2010 18:57 Þrír fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru væntanlega lausir allra mála vegna starfa sinna í aðdraganda bankahrunsins, eftir að settur ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til sakamálarannsóknar á hendur þeim. Þingmaður Hreyfingarinnar telur niðurstöðuna vera fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér. Þingmannanefnd sem fer yfir niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis kom málefnum fyrrverandi seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins á framfæri við saksóknara um miðjan maí. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Í tilkynningu frá settum ríkissaksóknara segir að athugun á þeim atriðum sem skilgreind eru í skýrslunni sem vanræksla sé lokið. Ekki sé tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir lyktir málsins hörmulegar. „Að fjórir leiðandi menn bankahrunsins skuli sleppa með allt sitt á hreinu. Þetta geta ekki talist eðlileg vinnubrögð í eðlilegu samfélagi að svona geti gerst og því miður held ég einfaldlega að þetta sé bara fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér og ég held að þetta verði niðurstaðan þegar upp er staðið að það mun enginn svara til saka, það bendir ekkert til þess hingað til og það sem framundan er í þessu máli lítur ekkert betur út," segir hann. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þrír fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins eru væntanlega lausir allra mála vegna starfa sinna í aðdraganda bankahrunsins, eftir að settur ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til sakamálarannsóknar á hendur þeim. Þingmaður Hreyfingarinnar telur niðurstöðuna vera fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér. Þingmannanefnd sem fer yfir niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis kom málefnum fyrrverandi seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins á framfæri við saksóknara um miðjan maí. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. Í tilkynningu frá settum ríkissaksóknara segir að athugun á þeim atriðum sem skilgreind eru í skýrslunni sem vanræksla sé lokið. Ekki sé tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingimundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jónssyni. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir lyktir málsins hörmulegar. „Að fjórir leiðandi menn bankahrunsins skuli sleppa með allt sitt á hreinu. Þetta geta ekki talist eðlileg vinnubrögð í eðlilegu samfélagi að svona geti gerst og því miður held ég einfaldlega að þetta sé bara fyrsta skrefið af mörgum í hvítþvotti yfirstéttarinnar á sjálfri sér og ég held að þetta verði niðurstaðan þegar upp er staðið að það mun enginn svara til saka, það bendir ekkert til þess hingað til og það sem framundan er í þessu máli lítur ekkert betur út," segir hann.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira