Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ 24. maí 2010 14:22 Lúðvík Geirsson segir allt í járnum í Hafnarfirði. „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum. Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum.
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15