Hanna Birna vinnur á meðal kvenna 29. maí 2010 08:30 Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtudag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarnar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í forgrunni í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálfstæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlítið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögðust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sambærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kannana, mögulega vegna aukins stuðnings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar-stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista.brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira