Samkvæmt heimildum fréttastofu er þingmannanefndin þríklofin í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Líklegt þykir að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði dregin fyrir landsdóm. Meiri óvissa ríkir hins vegar um Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson.
