Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap 21. maí 2010 03:00 við Böðmóðsstaði Sumarhúsaeigendur mótmæla með því að halda áfram að henda rusli hér þótt enginn sé gámurinn og bannað sé að skilja eftir úrgang á staðnum.Fréttablaðið/Garðar „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Þar til í vetur hélt sveitarfélagið úti ruslagámum víðs vegar í Bláskógabyggð. Valtýr segir að eftir að öll heimili sveitarfélagsins voru „tunnuvædd“ í fyrrahaust hafi umræddir gámar verið fjarlægðir í febrúar. Það hafi verið gert að lokinni rækilegri kynningu. Settar hafi verið upp afgirtar og mannaðar móttökustöðvar á fjórum stöðum sem opnar séu á tilteknum tímum. Hann ítrekar að samtímis breytingunni hafi sveitarfélagið hætt að innheimta sorphirðugjald og taki nú aðeins eyðingargjald vegna frístundahúsa. Júlíus Sigurbjörnsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda í Efstadal, segir sumarhúsaeigendur þar um kring einfaldlega vera „kolvitlausa“ vegna málsins. Þeir hafi með atbeina Landssambands sumarhúsaeigenda kært Bláskógabyggð til umhverfisráðuneytisins fyrir vinnubrögðin. „Ég held að allflestir séu fylgjandi því að flokka sorpið en opnunartíminn er skelfilegur og hentar ekki svo stór hluti af fólkinu endar með því að fara ruslið heim til sín,“ segir Júlíus. Valtýr sveitarstjóri segir Bláskógabyggð vinna samkvæmt landsáætlun um meðhöndlun sorps. Þar séu ákvæði um að minnka beri urðun og auka endurvinnslu og endurnýtingu. Þess vegna þurfi að flokka rusl ítarlegar en áður og það gangi ekki í eftirlitslausum gámum um allar grundir. „Við höfum ætlast til þess af sumarhúseigendum að þeir komi sér upp sorpílátum á sínum svæðum,“ segir Valtýr en Júlíus segir það of dýrt fyrir svæði með fáum húsum og gagnrýnir sveitarstjórnina fyrir ósveigjanleika. „Það virðist eiga að laga okkur að skipulagi sveitarfélagsins en ekki laga sveitarfélagið að þeim sem það á að þjóna,“ segir Júlíus. Hann bendir á að eftir breytinguna hendi sumir í „mótmælaskyni“ enn þá rusli þar sem gámarnir voru áður. „Þeir sem ekki þekkja til halda svo að þetta sé viðeigandi og bæta bara á.“ Júlíus kveðst ekki vilja tjá sig um þá sem henda ruslinu vísvitandi þar sem það er bannað en Valtýr segir það hins vegar vera „harmleik“ viðkomandi einstaklinga. „Þetta eru sjálfsagt einhvers konar mótmæli. Auðvitað reynum við eftir fremsta megni að hirða þetta síðan upp svo þetta fjúki ekki um allt og sé til vansa í umhverfinu,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira