Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði 17. september 2010 04:00 þéttsetið var á fundi um fjárfestingarstefnu framtakssjóðsins Framtakssjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira