Fyrirtækjaáhlaup hafið á írska banka 18. nóvember 2010 09:58 Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við írska banka hafa tekið út innistæður sínar svo milljörðum evra skiptir á undanförnum vikum og mánuðum. Einstaklingar eru hinsvegar rólegri enda eru innistæður þeirra með ríkisábyrgð. Þetta kemur fram í Financial Times. Fyrirtækin sem hér um ræðir óttast að tapa fé sínu í írsku bönkunum ef skuldakreppan sem hrjáir þessa banka muni enn fara versnandi. Í síðustu viku viðurkenndi Bank of Ireland, einn stærsti banki landsins, að hann hefði misst frá sér 12% af öllum innlánum sínum á skömmum tíma í september. Samtals var um 10 milljarða evra, eða rúmlega 1.500 milljarða kr., að ræða sem teknar voru út af innlánsreikningum í bankanum. Í gærdag viðurkenndi annar írskur banki, Life & Permanent, að hann hefði misst 11% af innlánum sínum í ágúst og september. Báðir þessir bankar staðhæfa að stöðuleiki hafi komist á síðan þessi áhlaup voru gerð á innistæðurnar. Samkvæmt fleiri greinendum sem Financial Times hefur rætt um eru írsku bankarnir nú undir „rólegu áhlaupi". Hank Calenti greinandi hjá franska bankanum Société Générale segir að menn sjái ekki biðraðir fólks við að taka út innistæður sínar. „En það virðist vera rólegt áhlaup í gangi hvað varðar innistæður fyrirtækja í bönkunum," segir Calenti. Samkvæmt Financial Times varð samsvarandi útstreymi af fyrirtækjainnlánum til þess að Lehman Brothers bankinn hrundi haustið 2008. Írskir bankar hafa hingað til getað haldið sér á floti með gífurlegum lántökum hjá seðlabanka Evrópu (ECB). Í október höfðu írskir bankar þannig fengið lánað um fjórðunginn af öllu útlánafé ECB þann mánuð eða sem samsvarar 130 milljörðum evra, eða tæplega 20 þúsund milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að írska hagkerfið er ekki nema 2% af heildarstærð hagkerfisins á evrusvæðinu.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira