Viðskipti, tækni og lög eiga heima í HR 22. maí 2010 04:45 Háskóli Íslands Tillaga félagsins er tilkomin vegna ákalls rektors um sparnaðarhugmyndir í ljósi kreppunnar. Rótin var ekki spurningin um hvernig háskólastarf í HÍ yrði styrkt. „Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Ef til verkaskiptingar kemur þá held ég að fjárhagslegar og faglegar forsendur mæli frekar með því að við tækjum að okkur þessi kjarnafög sem við erum með, viðskipti, tækni og lög," segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Við erum tilbúin til að ræða hugmyndir, svo lengi sem þær eru á faglegum forsendum." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Félag prófessora við ríkisháskóla lagt fram sparnaðartillögu við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Félagið telur að með því sé unnt að spara 1,5 til tvo milljarða á háskólastiginu. Ari segir það skiljanlegt að á erfiðum tímum standi hagsmunasamtök vörð um sitt fólk. Lykilatriðið sé hins vegar að háskólafólk standi saman frekar en að beina spjótum sínum hvað að öðru. Fram undan sé uppbygging atvinnulífsins og vitað sé að háskólamenntað fólk og nýsköpun séu lykilþættir í slíkri uppbyggingu. Ari telur að tilkoma HR hafi valdið straumhvörfum í íslensku háskólasamfélagi. Það sjáist í öflugri rannsóknum og fjölda útskrifaðra. „Við útskrifum í dag tvo þriðju af tæknimenntuðu háskólafólki og helming viðskiptamenntaðra. Það er því ekki svo að við séum smávægileg viðbót við það sem HÍ er að gera heldur er HR stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins." Því hefur verið fleygt að sjö háskólar fyrir rúmlega 300 þúsund manna þjóð sé full vel í lagt. Hættan sé sú, gangi niðurskurðarhugmyndir til háskólanna eftir, að Íslendingar standi uppi með sjö veika háskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að ekki verði horft á málið eingöngu út frá stofnunum, þó að horfa megi til þess að einfalda það kerfi. „En ég vil horfa á þetta frá fræðasviðunum og hvernig við stöndum best vörð um kennslu og rannsóknir með takmörkuðu fjármagni. Við þurfum að tala við hvern og einn skóla sem þurfa eflaust að draga úr á einhverjum sviðum." Katrín segir að það sé réttmæt gagnrýni að það sé óskynsamlegt að kenna einstakar greinar fræða á mörgum stöðum. Hún vill hins vegar ekki kveða úr um hvort háskólum verði fækkað. „En það kann vel að vera að við eigum eftir að sjá einföldun í kerfinu. En það er ekki hægt að henda einhverjum einum út og öðrum ekki." svavar@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir Ari Kristinn Jónsson Háskólinn í reykjavík
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira