Endurskoða ætti lögin 27. janúar 2010 04:30 Erindið kallaði Guðni: „Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ og fjallaði um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi.fréttablaðið/stefán Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira