Saksóknara leitað í hópi sérfræðinga Atlanefndarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2010 21:22 Atli þarf að velja nýjan saksóknara. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði. Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni þingmannanefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, að hann tilnefni saksóknara á næstu dögum. Í lögum um landsdóm segir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar horft til þeirra lögspekinga sem störfuðu með nefndinni og líklegt að þeir verði beðnir um að taka að sér verkið. Það eru þau Jónatan Þórmundsson lagaprófessor, Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Jónatan Þórmundsson segist í samtali við Vísi ekki geta hugsað sér að taka að sér starfið. „Ég er náttúrlega alltaf í einhverjum verkefnum, en ég hef hvorki áhuga né treysti mér til að taka svona starf sem er umdeilt og erfitt," segir Jónatan Þórmundsson, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Jónatan segist hafa verið saksóknari á sínum yngri árum en vilji núna helst bara vinna í rólegheitum sem fræðimaður. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Atla Gíslason í kvöld en ekki haft erindi sem erfiði.
Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent