Steinunn Valdís segi af sér 27. maí 2010 05:30 Hjálmar Sveinsson Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans. Hjálmar var spurður á Útvarpi Sögu á þriðjudag hvort honum fyndist að Steinunn ætti að segja af sér og tekur fram að hann hafi ekki haft frumkvæði að umræðunni. „Ég svaraði bara undanbragðalaust og sagði það sem mér finnst, að það sé óhjákvæmilegt að hún geri þetta. Hins vegar væri það lúalegt af okkur borgarstjórnarframbjóðendum að fara að krefjast þess núna rétt fyrir kosningar, og ekki okkar hlutverk. Hún hlýtur að komast að þessari niðurstöðu sjálf. Það tekur sinn tíma og ég spái því að það sé ekkert mjög langt í að það gerist, án þess að ég hafi heimildir fyrir því,“ segir hann. Aðspurður segist Hjálmar ekki sjá nein merki þess að þetta gerist fyrir kosningar á laugardag. Spurður hvort sama eigi að gilda um Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borginni, segir Hjálmar þar ólíku saman að jafna. Dagur hafi þegið ríflega fimm milljónir, og takmarkað styrki við 500 þúsund krónur frá hverjum. Að sjálfsögðu sé enginn stikkfrír, en Dagur sé hæfur til að leiða listann. Steinunn Valdís segist þegar hafa skýrt afstöðu sína til þessa máls. Ekkert samhengi sé milli gjörða hennar og styrkjanna. Afstaða hennar sé óbreytt. - kóþ, bj Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans. Hjálmar var spurður á Útvarpi Sögu á þriðjudag hvort honum fyndist að Steinunn ætti að segja af sér og tekur fram að hann hafi ekki haft frumkvæði að umræðunni. „Ég svaraði bara undanbragðalaust og sagði það sem mér finnst, að það sé óhjákvæmilegt að hún geri þetta. Hins vegar væri það lúalegt af okkur borgarstjórnarframbjóðendum að fara að krefjast þess núna rétt fyrir kosningar, og ekki okkar hlutverk. Hún hlýtur að komast að þessari niðurstöðu sjálf. Það tekur sinn tíma og ég spái því að það sé ekkert mjög langt í að það gerist, án þess að ég hafi heimildir fyrir því,“ segir hann. Aðspurður segist Hjálmar ekki sjá nein merki þess að þetta gerist fyrir kosningar á laugardag. Spurður hvort sama eigi að gilda um Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borginni, segir Hjálmar þar ólíku saman að jafna. Dagur hafi þegið ríflega fimm milljónir, og takmarkað styrki við 500 þúsund krónur frá hverjum. Að sjálfsögðu sé enginn stikkfrír, en Dagur sé hæfur til að leiða listann. Steinunn Valdís segist þegar hafa skýrt afstöðu sína til þessa máls. Ekkert samhengi sé milli gjörða hennar og styrkjanna. Afstaða hennar sé óbreytt. - kóþ, bj
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira