UJH segja landsdóm hengja bakara fyrir smið 18. september 2010 10:25 Hafnarfjörður. Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði vilja að það verði réttað yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar og segja það varhugavert að koma á landsdómi. Vilja þeir meina að þar sé bakari hengdur fyrir smið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. Þar segir orðrétt: „Ungir jafnaðarmenn telja hugmyndina um landsdóm þó varhugaverða, sérstaklega vegna þess að sú ríkisstjórn sem einblínt er á er ekki hugmyndasmiður frjálshyggju brjálæðisins sem varð bankakerfinu og okkur öllum að fjörtjóni. Þegar tekið er tillit til rannsóknarskýrslunnar er augljóst að það var hugmyndafræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setti hér allt á hvolf. Því er fáránlegt að reyna að hengja ráðherra sem komu nýir inn árið 2007, sérstaklega þá ráðherra sem haldið var með öllum leiðum utan við málin. Rétta ætti yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þar má nefna auk þeirra tveggja, Valgerði Sverrisdóttir, Finn Ingólfsson, Árna M. Matthiesen, Geir H. Haarde og fleiri. Rétta á yfir þeim sem eiga sökina en ekki yfir þeim sem reyndu að bjarga þjóðinni." Hafnfirsku jafnaðarmennirnir eru heldur ekki par ánægðir með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmann efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna ummæla hennar um að henni hugnist sérstakt kvennaframboð til Alþingis. Í ályktun jafnaðarmannanna segir svo: „Hver sá sem skilja vill, sér að slíkt framboð yrði augljóslega til höfuðs framboðs ríkisstjórnarflokkanna. Því leggja UJH til að Kristrún segi starfi sínu lausu þegar í stað." Hægt er að lesa ályktanir jafnaðamannanna hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði vilja að það verði réttað yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar og segja það varhugavert að koma á landsdómi. Vilja þeir meina að þar sé bakari hengdur fyrir smið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. Þar segir orðrétt: „Ungir jafnaðarmenn telja hugmyndina um landsdóm þó varhugaverða, sérstaklega vegna þess að sú ríkisstjórn sem einblínt er á er ekki hugmyndasmiður frjálshyggju brjálæðisins sem varð bankakerfinu og okkur öllum að fjörtjóni. Þegar tekið er tillit til rannsóknarskýrslunnar er augljóst að það var hugmyndafræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setti hér allt á hvolf. Því er fáránlegt að reyna að hengja ráðherra sem komu nýir inn árið 2007, sérstaklega þá ráðherra sem haldið var með öllum leiðum utan við málin. Rétta ætti yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þar má nefna auk þeirra tveggja, Valgerði Sverrisdóttir, Finn Ingólfsson, Árna M. Matthiesen, Geir H. Haarde og fleiri. Rétta á yfir þeim sem eiga sökina en ekki yfir þeim sem reyndu að bjarga þjóðinni." Hafnfirsku jafnaðarmennirnir eru heldur ekki par ánægðir með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmann efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna ummæla hennar um að henni hugnist sérstakt kvennaframboð til Alþingis. Í ályktun jafnaðarmannanna segir svo: „Hver sá sem skilja vill, sér að slíkt framboð yrði augljóslega til höfuðs framboðs ríkisstjórnarflokkanna. Því leggja UJH til að Kristrún segi starfi sínu lausu þegar í stað." Hægt er að lesa ályktanir jafnaðamannanna hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira